Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Þau Arnar Þór Ómarsson og Petra Bergrún Axelsdóttir búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu ásamt börnum sínum. Fyrsta sunnudag í mars varð Berglind Björg, tveggja ára dóttir þeirra, lasin. Í fyrstu voru veikindin fremur lítil. Smá kvef, hálsbólga og hæsi. Að öðru leyti var hún hress . Hún var að horfa á teiknimyndina Frozen og dansa fyrir framan sjónvarpið. „Hún talaði mjög lágt en svo þarna um kvöldið byrjar henni að hraka frekar hratt. Við sjáum að hún á orðið erfitt með að draga andann,“ segir Arnar. Þau hjónin athuga þá hvort hún sé með hita. Hún mælist með 38,8 stiga hita. Þau hringja í Læknavaktina til að fá ráðleggingar. Opinn gluggi gerði ekkert gagn „Þá er okkur sagt að vera með hana við opinn glugga af því við vorum búin að lýsa þessu eins og þetta væri barkabólga. Sem að við gerum en það er ekkert að gera neitt gagn og hún á enn þá erfitt með að draga andann. Við sjáum alveg á brjóstkassanum á henni að þetta er erfitt. Þannig að við hringjum aftur,“ segir Arnar. Þau óska þá eftir að fá að tala við lækni þar sem þeim finnst Berglind eiga orðið erfitt með andardrátt. Þau Petra og Arnar foreldrar Berglindar Bjargar sitja nú eftir með þá tilfinningu að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða dóttur þeirra.Vísir/Arnar „Ég fæ að tala við lækninn. Hann talar um það að það séu 70 kílómetrar að keyra til mín og hvort það megi ekki koma hjúkrunarfræðingur til mín,“ segir Arnar. Læknirinn hringir í hjúkrunarfræðing sem starfar á dvalarheimili á Þórshöfn. Hjúkrunarfræðingurinn fer heim til fjölskyldunnar. „Hún kemur til okkar og stoppar stutt. Hún hlustar á henni bakið og segir að þetta sé bara eiginlega í nefinu á henni. Hún reynir að taka súrefnismettun á puttanum á henni sem að gengur ekki af því hún er með svo lítinn putta, en við erum búin að heyra að það á að setja á stóru tána á litlum börnum. Þannig að hún sleppir því bara alfarið. Hún er með Covid-test sem hún segir að þurfi ekki að taka. Ég spyr þá hvort hún vilji ekki taka Covid-test á okkur en henni finnst það líka bara vera óþarfi. Hún segir að þetta sé bara í nefinu á henni og við eigum að gefa henni Nezeril og hitalækkandi og svo er hún bara farin,“ segir Arnar. Svaf á bringunni á móður sinni sem þorði ekki að sofna sjálf Arnar segir að sjálfur hafi hann verið búinn að vera með stíflað nef. Þau hafi ekki endilega verið með dæmigerð einkenni Covid-19 en vildu kanna hvort svo gæti verið fyrst hún var með prófið með sér. Sjálf höfðu þau ekki aðgang að Covid-prófi á sunnudagskvöldi þar sem ekki var nein verslun opin á staðnum á þessum tíma sem seldi próf. „Fyrst hún var með testið þarna og hún vildi ekki taka það af henni þá fannst okkur, fyrst hana er kannski farið að gruna þetta, hvort hún vildi þá ekki taka test af okkur vegna þess að þá værum við líklegast öll smituð í húsinu. Henni fannst ekki ástæða til þess og vildi ekki leggja það á Berglindi að stinga upp í nefið á henni,“ segir Arnar. Nóttina afdrifaríku svaf Berglind á bringunni á mömmu sinni en sjálf vildi Petra vaka til að fylgjast með henni. „Eftir að hjúkrunarfræðingurinn kemur þá er hún með hita og slöpp. Hún talar ekki eftir að hjúkrunarfræðingurinn kemur og á verulega erfitt með andardrátt. Svo gef ég henni hitalækkandi þannig ég finn að hitinn lækkar. Hún sofnar og sefur svo á bringunni á mér. Ég treysti mér ekki til þess að fara að sofa því ég vildi bara fylgjast með henni,“ segir Petra. „Hún er alltaf að vakna svona reglulega. Svaf kannski bara í tuttugu mínútur. Vaknaði með eitthvað svona brölt og ég var alltaf að reyna að fá hana til þess að sofna aftur,“ segir Petra. Allt lokað þegar reynt var að blása Berglindi líður hins vegar mjög illa og þegar Petra stendur upp með hana sér hún að varirnar eru farnar að blána. „Þá sé ég að hún er að reyna, að hún getur ekki, hún er að reyna að gráta og hún getur það ekki. Þá fara varirnar að blána. Þá vek ég pabba hennar og segi honum að hann verði að hringja á Neyðarlínuna því að þetta sé bara ekki eðlilegt,“ segir Petra „Ég hringi í 112 og lýsi þessu og segi að við þurfum að fá sjúkrabíl. Ég sé strax að hún er með bláar varir og að hún er orðin mjög slöpp. Ég legg hana bara strax niður á gólfið og byrja að blása og hnoða. Hún deyr bara hjá mér meðan ég er að reyna að blása í hana lífi,“ segir Arnar. Reyndu allt sem þeir gátu „Sjúkraflutningamennirnir náttúrulega komu og börðust með okkur bókstaflega fram í rauðan dauðann. Gerðu allt sem þeir gátu,“ segir Arnar. Í tvo tíma reyndu sjúkraflutningamennirnir allt sem þeir gátu til að halda Berglindi á lífi. Sjúkraflug kom frá Akureyri en fljótlega varð ljóst að Berglind var látin. „Hún kemur hálf tíu, tíu, hjúkrunarfræðingurinn og hún er dáin um þrjú leytið og úrskurðuð þarna um fimm,“ segja Arnar og Petra. Berglind var fullfrískt barn sem var aldrei veik þegar hún byrjaði á leikskóla ólíkt bræðrum sínu. Frumniðurstöður krufningar liggja fyrir og hafa þau hjónin fengið þær. Þær eru afgerandi að sögn foreldranna. „Covid sem einhvern veginn ræðst í barkann á henni og lokar honum,“ segja Arnar og Petra. Mörg börn hafa greinst með kórónuveiruna undanfarnar vikur og mánuði. Arnar og Petra segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að Covid-19 gæti dregið Berglindi til dauða. „Það var náttúrulega bara búið að segja að þetta væri bara hálsbólga og alltaf verið sagt að þetta fari ekkert illa í lítil börn. Við erum öll bólusett nema hún. Manni finnst þetta svona skrítið,“ segir Arnar. Mikilvægt að hlustað sé á foreldra Þau segja Berglindi hafa verið fullfrískt barn. „Þegar bræður hennar byrjuðu á leikskóla þá voru þeir alltaf rosalega lasnir. Hún byrjaði á leikskóla fyrir ekki löngu síðan. Aldrei veik, bara alltaf frísk,“ segir Petra. Þau lýsa Berglindi sem fjörugu og ákveðnu barni. Sem hafi stýrt bræðrum sínum og dregið pabba sinn í kubbaleik eða kaffiboð um leið og hann kom heim úr vinnunni. Berglind var jarðsett á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þau segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim og eru sár og reið að heilbrigðisstarfsfólk sem þau leituðu til hafi ekki hlustað á þau. Það sé mikilvægt að hlustað sé á foreldra. „Það eru foreldrar sem að þekkja börnin sín best. Við margtöluðum um að þetta væri í barkanum á henni og margsögðum að hún ætti erfitt með andardrátt og það er bara hundsað,“ segja Petra og Arnar. Treysta sér ekki til að búa lengur á Þórshöfn Petra og Arnar dvelja nú á Akureyri og hafa ákveðið að flytja þangað þar sem þau treysta sér ekki til að búa með syni sína eins langt frá sjúkrahúsi og þau hafa gert. Einn læknir sinnir Kópaskeri, Þórshöfn og Raufarhöfn og svæðinu í kring hverju sinni. Nóttina sem Berglind lést var næsti læknir í 70 kílómetra fjarlægð á Kópaskeri. Bæði segja læknisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega. Hún sé lítil og oft sinnt af afleysingafólki sem komi í skamma stund í einu. Fjölskyldan ætlar að búa á Akureyri héðan í frá þar sem þau hjónin treysta sér ekki til að búa jafn langt frá sjúkrahúsi og þau hafa gert. Systir Petru og nafna Berglindar litlu lést í sjúkraflugi árið 1977 á sama stað. Arnar segir að þá líkt og nú hafi læknir ekki hlustað á foreldra. Berglind eldri reyndist með sprunginn botnlanga. Svo gerist þetta aftur núna. Það hefur greinilega ekki mikið gerst, segir Arnar. Málið í skoðun hjá Embætti landlæknis og lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis sem alvarlegt atvik. Þá er það líka í rannsókn hjá lögreglu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sér um heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn. Í svari forstjóra stofnunarinnar við fyrirspurn frá fréttastofu vegna málsins segir að hann geti ekki tjáð sig um málið á meðan það er í skoðun. „Málið er í skoðun hjá Embætti landlæknis og á meðan það er í þeirri meðferð getum við ekki tjáð okkur um það efnislega. Hugur okkar er hjá aðstandendum stúlkunnar og þeim mikla harmi sem þau hafa orðið fyrir,“ segir í svari Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Aðeins einn læknir sinnir læknisþjónustu á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og nágrenni á hverjum tíma.Vísir/Arnar „Varðandi þjónustuna almennt á þessu svæði þá er einn læknir alltaf á vakt í héraðinu sem nær yfir Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn og tengt dreifbýli. Þeirri stöðu skipta þrír læknar með sér sem allir eru menntaðir heimilislæknar með áratuga reynslu. Á Þórshöfn eru svo tveir sjúkraflutningamenn á vakt og hjúkrunarfræðingur einnig. Hjúkrunarfræðingur á vakt sinnir útköllum á hjúkrunarheimilinu Nausti og útköllum sem berast heilsugæslunni samkvæmt beiðni læknis. Vakt hjúkrunarfræðings skipta 3- 4 hjúkrunarfræðingar með sér.“ Koma líklega aldrei til með að gera neitt erfiðara en að jarða barnið sitt Margir hafa sýnt fjölskyldunni stuðning á þessum erfiðu tímum og hjálpað þeim að undirbúa útför Berglindar, sem jörðuð var á Akureyri á fimmtudag. Arnar og Petra eru þakklát fyrir hlýhuginn. Allir sem þau höfðu samband við og báðu um að að taka þátt í útförinni hafi tekið beiðninni vel. „Það var aldrei spurning og það vildu allir gefa bara sína vinnu. Ég hafði orð á því við Adda í gær að þó að þetta hefði verið það erfiðasta sem ég hefði á ævi minni gert, og komi sjálfsagt aldrei til með að gera neitt erfiðara en þetta, þá var þetta á sama tíma það fallegasta sem ég hef upplifað,“ segir Petra. Þau hjónin segja marga hafa hjálpað þeim við útför dóttur þeirra. Kistuna fengu þau gefins en hún var bleik og fengu bræður Berglindar sem eru þrír að setja handför sín á kistuna. Þau segjast nú sitja eftir með þá tilfinningu að ef öðruvísi hefði verið brugðist við þá væri Berglind mögulega enn á lífi „Hún var á lífi þarna í fimm tíma eftir að hjúkrunarfræðingur er hjá okkur. Það er nægur tími til þess að það komi sjúkraflug inn á Akureyri eða Reykjavík eða hvað sem er skilurðu. Ég meina, hún hefði kannski mögulega endað í einhverri öndunarvél eða eitthvað til þess að komast yfir það versta,“ segja Arnar og Petra. „Ef hún hefði verið skoðuð almennilega og hlustað á það sem við sögðum þá væri hún bara hérna hjá okkur og við værum ekki í þessu viðtali,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka dó fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent
Þau Arnar Þór Ómarsson og Petra Bergrún Axelsdóttir búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu ásamt börnum sínum. Fyrsta sunnudag í mars varð Berglind Björg, tveggja ára dóttir þeirra, lasin. Í fyrstu voru veikindin fremur lítil. Smá kvef, hálsbólga og hæsi. Að öðru leyti var hún hress . Hún var að horfa á teiknimyndina Frozen og dansa fyrir framan sjónvarpið. „Hún talaði mjög lágt en svo þarna um kvöldið byrjar henni að hraka frekar hratt. Við sjáum að hún á orðið erfitt með að draga andann,“ segir Arnar. Þau hjónin athuga þá hvort hún sé með hita. Hún mælist með 38,8 stiga hita. Þau hringja í Læknavaktina til að fá ráðleggingar. Opinn gluggi gerði ekkert gagn „Þá er okkur sagt að vera með hana við opinn glugga af því við vorum búin að lýsa þessu eins og þetta væri barkabólga. Sem að við gerum en það er ekkert að gera neitt gagn og hún á enn þá erfitt með að draga andann. Við sjáum alveg á brjóstkassanum á henni að þetta er erfitt. Þannig að við hringjum aftur,“ segir Arnar. Þau óska þá eftir að fá að tala við lækni þar sem þeim finnst Berglind eiga orðið erfitt með andardrátt. Þau Petra og Arnar foreldrar Berglindar Bjargar sitja nú eftir með þá tilfinningu að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða dóttur þeirra.Vísir/Arnar „Ég fæ að tala við lækninn. Hann talar um það að það séu 70 kílómetrar að keyra til mín og hvort það megi ekki koma hjúkrunarfræðingur til mín,“ segir Arnar. Læknirinn hringir í hjúkrunarfræðing sem starfar á dvalarheimili á Þórshöfn. Hjúkrunarfræðingurinn fer heim til fjölskyldunnar. „Hún kemur til okkar og stoppar stutt. Hún hlustar á henni bakið og segir að þetta sé bara eiginlega í nefinu á henni. Hún reynir að taka súrefnismettun á puttanum á henni sem að gengur ekki af því hún er með svo lítinn putta, en við erum búin að heyra að það á að setja á stóru tána á litlum börnum. Þannig að hún sleppir því bara alfarið. Hún er með Covid-test sem hún segir að þurfi ekki að taka. Ég spyr þá hvort hún vilji ekki taka Covid-test á okkur en henni finnst það líka bara vera óþarfi. Hún segir að þetta sé bara í nefinu á henni og við eigum að gefa henni Nezeril og hitalækkandi og svo er hún bara farin,“ segir Arnar. Svaf á bringunni á móður sinni sem þorði ekki að sofna sjálf Arnar segir að sjálfur hafi hann verið búinn að vera með stíflað nef. Þau hafi ekki endilega verið með dæmigerð einkenni Covid-19 en vildu kanna hvort svo gæti verið fyrst hún var með prófið með sér. Sjálf höfðu þau ekki aðgang að Covid-prófi á sunnudagskvöldi þar sem ekki var nein verslun opin á staðnum á þessum tíma sem seldi próf. „Fyrst hún var með testið þarna og hún vildi ekki taka það af henni þá fannst okkur, fyrst hana er kannski farið að gruna þetta, hvort hún vildi þá ekki taka test af okkur vegna þess að þá værum við líklegast öll smituð í húsinu. Henni fannst ekki ástæða til þess og vildi ekki leggja það á Berglindi að stinga upp í nefið á henni,“ segir Arnar. Nóttina afdrifaríku svaf Berglind á bringunni á mömmu sinni en sjálf vildi Petra vaka til að fylgjast með henni. „Eftir að hjúkrunarfræðingurinn kemur þá er hún með hita og slöpp. Hún talar ekki eftir að hjúkrunarfræðingurinn kemur og á verulega erfitt með andardrátt. Svo gef ég henni hitalækkandi þannig ég finn að hitinn lækkar. Hún sofnar og sefur svo á bringunni á mér. Ég treysti mér ekki til þess að fara að sofa því ég vildi bara fylgjast með henni,“ segir Petra. „Hún er alltaf að vakna svona reglulega. Svaf kannski bara í tuttugu mínútur. Vaknaði með eitthvað svona brölt og ég var alltaf að reyna að fá hana til þess að sofna aftur,“ segir Petra. Allt lokað þegar reynt var að blása Berglindi líður hins vegar mjög illa og þegar Petra stendur upp með hana sér hún að varirnar eru farnar að blána. „Þá sé ég að hún er að reyna, að hún getur ekki, hún er að reyna að gráta og hún getur það ekki. Þá fara varirnar að blána. Þá vek ég pabba hennar og segi honum að hann verði að hringja á Neyðarlínuna því að þetta sé bara ekki eðlilegt,“ segir Petra „Ég hringi í 112 og lýsi þessu og segi að við þurfum að fá sjúkrabíl. Ég sé strax að hún er með bláar varir og að hún er orðin mjög slöpp. Ég legg hana bara strax niður á gólfið og byrja að blása og hnoða. Hún deyr bara hjá mér meðan ég er að reyna að blása í hana lífi,“ segir Arnar. Reyndu allt sem þeir gátu „Sjúkraflutningamennirnir náttúrulega komu og börðust með okkur bókstaflega fram í rauðan dauðann. Gerðu allt sem þeir gátu,“ segir Arnar. Í tvo tíma reyndu sjúkraflutningamennirnir allt sem þeir gátu til að halda Berglindi á lífi. Sjúkraflug kom frá Akureyri en fljótlega varð ljóst að Berglind var látin. „Hún kemur hálf tíu, tíu, hjúkrunarfræðingurinn og hún er dáin um þrjú leytið og úrskurðuð þarna um fimm,“ segja Arnar og Petra. Berglind var fullfrískt barn sem var aldrei veik þegar hún byrjaði á leikskóla ólíkt bræðrum sínu. Frumniðurstöður krufningar liggja fyrir og hafa þau hjónin fengið þær. Þær eru afgerandi að sögn foreldranna. „Covid sem einhvern veginn ræðst í barkann á henni og lokar honum,“ segja Arnar og Petra. Mörg börn hafa greinst með kórónuveiruna undanfarnar vikur og mánuði. Arnar og Petra segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að Covid-19 gæti dregið Berglindi til dauða. „Það var náttúrulega bara búið að segja að þetta væri bara hálsbólga og alltaf verið sagt að þetta fari ekkert illa í lítil börn. Við erum öll bólusett nema hún. Manni finnst þetta svona skrítið,“ segir Arnar. Mikilvægt að hlustað sé á foreldra Þau segja Berglindi hafa verið fullfrískt barn. „Þegar bræður hennar byrjuðu á leikskóla þá voru þeir alltaf rosalega lasnir. Hún byrjaði á leikskóla fyrir ekki löngu síðan. Aldrei veik, bara alltaf frísk,“ segir Petra. Þau lýsa Berglindi sem fjörugu og ákveðnu barni. Sem hafi stýrt bræðrum sínum og dregið pabba sinn í kubbaleik eða kaffiboð um leið og hann kom heim úr vinnunni. Berglind var jarðsett á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þau segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim og eru sár og reið að heilbrigðisstarfsfólk sem þau leituðu til hafi ekki hlustað á þau. Það sé mikilvægt að hlustað sé á foreldra. „Það eru foreldrar sem að þekkja börnin sín best. Við margtöluðum um að þetta væri í barkanum á henni og margsögðum að hún ætti erfitt með andardrátt og það er bara hundsað,“ segja Petra og Arnar. Treysta sér ekki til að búa lengur á Þórshöfn Petra og Arnar dvelja nú á Akureyri og hafa ákveðið að flytja þangað þar sem þau treysta sér ekki til að búa með syni sína eins langt frá sjúkrahúsi og þau hafa gert. Einn læknir sinnir Kópaskeri, Þórshöfn og Raufarhöfn og svæðinu í kring hverju sinni. Nóttina sem Berglind lést var næsti læknir í 70 kílómetra fjarlægð á Kópaskeri. Bæði segja læknisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega. Hún sé lítil og oft sinnt af afleysingafólki sem komi í skamma stund í einu. Fjölskyldan ætlar að búa á Akureyri héðan í frá þar sem þau hjónin treysta sér ekki til að búa jafn langt frá sjúkrahúsi og þau hafa gert. Systir Petru og nafna Berglindar litlu lést í sjúkraflugi árið 1977 á sama stað. Arnar segir að þá líkt og nú hafi læknir ekki hlustað á foreldra. Berglind eldri reyndist með sprunginn botnlanga. Svo gerist þetta aftur núna. Það hefur greinilega ekki mikið gerst, segir Arnar. Málið í skoðun hjá Embætti landlæknis og lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis sem alvarlegt atvik. Þá er það líka í rannsókn hjá lögreglu. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sér um heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn. Í svari forstjóra stofnunarinnar við fyrirspurn frá fréttastofu vegna málsins segir að hann geti ekki tjáð sig um málið á meðan það er í skoðun. „Málið er í skoðun hjá Embætti landlæknis og á meðan það er í þeirri meðferð getum við ekki tjáð okkur um það efnislega. Hugur okkar er hjá aðstandendum stúlkunnar og þeim mikla harmi sem þau hafa orðið fyrir,“ segir í svari Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Aðeins einn læknir sinnir læknisþjónustu á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og nágrenni á hverjum tíma.Vísir/Arnar „Varðandi þjónustuna almennt á þessu svæði þá er einn læknir alltaf á vakt í héraðinu sem nær yfir Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn og tengt dreifbýli. Þeirri stöðu skipta þrír læknar með sér sem allir eru menntaðir heimilislæknar með áratuga reynslu. Á Þórshöfn eru svo tveir sjúkraflutningamenn á vakt og hjúkrunarfræðingur einnig. Hjúkrunarfræðingur á vakt sinnir útköllum á hjúkrunarheimilinu Nausti og útköllum sem berast heilsugæslunni samkvæmt beiðni læknis. Vakt hjúkrunarfræðings skipta 3- 4 hjúkrunarfræðingar með sér.“ Koma líklega aldrei til með að gera neitt erfiðara en að jarða barnið sitt Margir hafa sýnt fjölskyldunni stuðning á þessum erfiðu tímum og hjálpað þeim að undirbúa útför Berglindar, sem jörðuð var á Akureyri á fimmtudag. Arnar og Petra eru þakklát fyrir hlýhuginn. Allir sem þau höfðu samband við og báðu um að að taka þátt í útförinni hafi tekið beiðninni vel. „Það var aldrei spurning og það vildu allir gefa bara sína vinnu. Ég hafði orð á því við Adda í gær að þó að þetta hefði verið það erfiðasta sem ég hefði á ævi minni gert, og komi sjálfsagt aldrei til með að gera neitt erfiðara en þetta, þá var þetta á sama tíma það fallegasta sem ég hef upplifað,“ segir Petra. Þau hjónin segja marga hafa hjálpað þeim við útför dóttur þeirra. Kistuna fengu þau gefins en hún var bleik og fengu bræður Berglindar sem eru þrír að setja handför sín á kistuna. Þau segjast nú sitja eftir með þá tilfinningu að ef öðruvísi hefði verið brugðist við þá væri Berglind mögulega enn á lífi „Hún var á lífi þarna í fimm tíma eftir að hjúkrunarfræðingur er hjá okkur. Það er nægur tími til þess að það komi sjúkraflug inn á Akureyri eða Reykjavík eða hvað sem er skilurðu. Ég meina, hún hefði kannski mögulega endað í einhverri öndunarvél eða eitthvað til þess að komast yfir það versta,“ segja Arnar og Petra. „Ef hún hefði verið skoðuð almennilega og hlustað á það sem við sögðum þá væri hún bara hérna hjá okkur og við værum ekki í þessu viðtali,“ segir Arnar.
Tveggja ára stúlka dó fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00
Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00