Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2022 10:28 Vítalía hefur kært Hreggvið, ARa og Þórð Má til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Vísir Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía greinir frá kærunni á Twitter og lætur mynd af staðfestingar því að lögregla hafi móttekið kæruna fylgja færslunni. Hún skrifar að dagurinn sé stór fyrir sig og vonandi fyrir betra samfélag. Vítalía segir í samtali við fréttastofu að kæran beinist gegn Þórði Má, Ara og Hreggviði. Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag. pic.twitter.com/NTundVlQ4u— Vítalía Lazareva (@LazarevaVitalia) March 22, 2022 Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Vítalía hafi þegar kært mennina þrjá til lögreglu. Kæran hefur hins vegar ekki verið lögð fram til lögreglu heldur hefur Vítalía bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05 Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Sjá meira
Vítalía greinir frá kærunni á Twitter og lætur mynd af staðfestingar því að lögregla hafi móttekið kæruna fylgja færslunni. Hún skrifar að dagurinn sé stór fyrir sig og vonandi fyrir betra samfélag. Vítalía segir í samtali við fréttastofu að kæran beinist gegn Þórði Má, Ara og Hreggviði. Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag. pic.twitter.com/NTundVlQ4u— Vítalía Lazareva (@LazarevaVitalia) March 22, 2022 Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Vítalía hafi þegar kært mennina þrjá til lögreglu. Kæran hefur hins vegar ekki verið lögð fram til lögreglu heldur hefur Vítalía bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14 Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05 Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Sjá meira
Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5. febrúar 2022 10:14
Friðrik Ómar tekinn við af Loga Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er tekinn við af Loga Bergmanni Eiðssyni, fjölmiðlamanni, í Síðdegisþættinum á útvarpsstöðinni K100. 7. febrúar 2022 14:05
Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33