Tiger að íhuga endurkomu: Skráður til leiks á Mastersmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2022 23:01 Tiger Woods er skráður til leiks á Mastersmótinu. Richard Hartog/Getty Images Það virðist sem Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, sé að íhuga endurkomu á golfvöllinn en hann er skráður til leiks á Masters-mótinu sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu frá 7. til 10. apríl. Woods hefur ekki keppt síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tæpu ári síðan. Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira