Dýrmætasta auðlindin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 09:30 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar