Leikskólamál – fjölskylduvænt samfélag Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 12. maí 2022 19:45 Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag. Það er ekki verið að huga nægjanlega vel að vinnurými barna og starfsfólks leikskólanna með öllum þessu fögru loforðum. Við í Viðreisn hér í Hafnarfirði höfum lengi talað um mikilvægi þess að brúa bilið. Að það verði hægt að fá leikskólapláss fyrir barnið upp úr 12 mánaða aldri. Það er mikilvægt að foreldrar fái slíkt val en til þess að geta boðið slíka þjónustu þá þurfa innviðirnir að vera í lagi. Á síðasta kjörtímabili var mikið ákall starfsfólks eftir fleira starfsfólki inn á hverja starfsstöð. Að bærinn leggi meira fjármagn í starfsemina. Við í Viðreisn viljum geta orðið við því. Við teljum mikilvægt að leikskólarnir séu vel mannaðir. Að leikskólakennarar og annað starfsfólk sjái Hafnarfjörð sem ákjósanlegan vinnustað. Að haldið sé áfram að styrkja starfsfólk leikskólanna við að sækja sér fagmenntun á sínu sviði og að hlutfall fagmenntaðra við leikskóla Hafnarfjarðar sé aukið með markvissum hætti. Okkur finnst mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bæta þjónustu við fjölskyldufólk í bænum, því það er svo sannarlega ákall eftir meiri sveigjanleika í vistunartímum barna. Að foreldrar hafi tök á því að vista barnið sitt á leikskóla eða í daggæslu nær vinnustaðnum sínum, ekki endilega í Hafnarfirði. Í dag kveða reglur Hafnarfjarðarbæjar á um að barn sem fái dagvistun í Hafnarfirði verði að vera með lögheimili í Hafnarfirði og geti ekki fengið dagvistun í öðru sveitarfélagi nema með undanþágu. Mikið af okkar fjölskyldufólki starfar utan bæjarmarkanna og í dag getur farið upp undir klukkutími eða meira fyrir foreldri að koma sér í og úr vinnu, vegna slæmrar stöðu í samgöngumálum til og frá bænum, sem veldur því að barn þarf að vera í um klukkutíma lengur í dagvistun eða á leikskóla. Hefði foreldrið sannarlegt val um leikskóla nær vinnustaðnum sínum þá myndi vistunartími barnsins styttast sem nemur tímanum sem foreldrarnir þurfa til að koma sér til og frá vinnu. Einnig er hægt að skoða það að geta boðið foreldrum sem þiggja ekki leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barns til 24 mánaða, að fá greiðslur sem samsvara kostnaði bæjarins við þjónustu við barnið á viðkomandi stað, þessa 12 mánuði. Fjölskyldustyrkur er ákveðin lausn til að sporna við starfsaðstæðum í leikskólum og gífurlegri fjölgun barna næstu árin inn í leikskólanna. Hér er þá ekki endilega verið að þvinga annað foreldrið, þá oftast nær það foreldri sem er tekjulægra, í að vera heima. Heldur fær fjölskyldan greitt frá bænum fyrir að þiggja ekki leikskólapláss og fjölskyldan velur svo útfærsluna. Á tímum kórónuveirunnar hafa margir starfsstaðir boðið upp á sveigjanleika í tengslum við vinnu, vinnustytting er kominn inn á flestum starfssviðum, amma og afi gætu mögulega fengið að drýgja tekjur sínar með því að taka barnabörnin reglulega til sín eða foreldrar skipts á. Við í Viðreisn viljum, í samráði við bæði starfsfólk leikskólanna og foreldrasamfélagið, taka samtal um hvernig við getum bætt þjónustuna við fjölskyldufólk í bænum þegar kemur að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar