Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 09:15 Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Uvalde á ríkisþingi Texas, á fréttamannafundi í bænum í gær. AP/Jae C. Hong Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Sjá meira
Furðu hefur vakið að lögreglumenn biðu í klukkustund með að ráðast til atlögu við byssumanninn eftir að hann réðst inn í Robb-grunnskólann í bænum Uvalde í síðustu viku. Á meðan reyndu börnin í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og grátbiðja um aðstoð. Fram hefur komið að Pete Arredondo, lögreglustjóri skólaumdæmisins, hafi talið að morðinginn hefði læst sig inni í skólastofu og að ekki væri lengur virk hætta af honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að rannsaka viðbrögð lögreglunnar en slíkt er sagt fremur fátítt. Roland Gutierrez, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Uvalde á ríkisþingi Texas, sagði á fréttamannafundi í gær að Arredondo hefði ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínuna. Óljóst sé hver á vettvanginum hafi vitað af þeim. „Ég vil sérstaklega vita hver tók á móti hringingunum í neyðarlínuna,“ sagði Gutierrez á tilfinningasömum blaðamannafundinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Arredondo hefur ekkert tjáð sig um atburðina. Lýsingar lögreglu á tímalínu árásarinnar og viðbragða hennar sjálfrar hafa tekið töluverðum breytingum og sumar þeirra hafa verið dregnar til baka. Gutierrez gagnrýndi Greg Abbott, ríkisstjóra, sérstaklega vegna mistaka lögreglunnar. Hann er á meðal þingmanna sem hafa hvatt Abbott til að kalla ríkisþingið saman til aukafundar vegna skotárásarinnar en það á ekki að koma næst saman fyrr en í janúar. „Það voru mistök gerð á öllum stigum, þar á meðal af hálfu löggjafans. Greg Abbott ber mikla ábyrgð á þessu öllu,“ sagði þingmaðurinn.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Sjá meira
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38