Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Atli Arason skrifar 13. júní 2022 16:30 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty Images Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. „Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Sjá meira
„Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Sjá meira