Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. júní 2022 08:29 Ivan Bakanov er leiðtogi úkraínsku leyniþjónustunnar. EPA/Sergey Dolzhenko Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Sjá meira