Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2022 07:10 Dómurinn hefur vakið bæði sorg og gleði vestanhafs. AP/Gemunu Amarasinghe Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira