Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:07 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Fá ekki rannsóknarleyfi fyrir sólarorkuver á Miðnesheiði Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Sjá meira
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Fá ekki rannsóknarleyfi fyrir sólarorkuver á Miðnesheiði Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Sjá meira