„Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 13:57 Jaswant Singh Chail ætlaði að myrða hina 96 ára gömlu drottningu til að hefna fyrir fjöldamorð breskra hermanna í Indlandi árið 1919. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31