Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2022 08:22 Jimmie Åkesson hefur gegnt embætti formanns Svíþjóðardemókrata frá árinu 2005. Getty Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. Í könnun SVT/Novus mælast Svíþjóðardemókratar með 21,5 prósent fylgi, á meðan Moderaterna, sem hefur verið stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmála, mælist með 17,4 prósent fylgi. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir minnihlutastjórn í landinu með stuðningi Miðflokksins, Vinstriflokksins og Græningja, mælist í könnuninni með 27,8 prósenta fylgi. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 11. september næstkomandi, en líkt og eftir síðustu kosningar reikna magir með að erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn. Ein helstu tíðindin á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, er að hægriflokkarnir Moderaterna, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar, hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata, sem barist hafa gegn straumi innflytjenda til landsins, eftir að hafa fram til þess lokað á slíkt samstarf. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð.EPA Miðflokkurinn, sem áður var hluti af borgaralegu blokkinni í sænskum stjórnmálum, ákvað að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti eftir kosningarnar 2018, eftir að stjórnarmyndunarviðræður drógust mjög á langinn. Eftir það hefur andað nokkuð köldu milli Miðflokksmanna og borgaralegu blokkarinnar. Könnun SVT/Novus (fylgi flokkanna í þingkosningum 2018 er að finna innan sviga) Moderaterna: 17,4 prósent (19,8) Frjálslyndi flokkurinn: 4,4 prósent (5,5) Miðflokkurinn: 6,7 prósent (8,6) Kristilegir demókratar: 6,0 prósent (6,3) Jafnaðarmannaflokkurinn: 27,8 prósent (28,3) Vinstriflokkurinn: 9,6 prósent (8,0) Græningjar: 5,5 prósent (4,4) Svíþjóðardemókratar: 21,5 prósent (17,5) Aðrir flokkar: 1,1 prósent Óvissir: 5,8 prósent Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Í könnun SVT/Novus mælast Svíþjóðardemókratar með 21,5 prósent fylgi, á meðan Moderaterna, sem hefur verið stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmála, mælist með 17,4 prósent fylgi. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir minnihlutastjórn í landinu með stuðningi Miðflokksins, Vinstriflokksins og Græningja, mælist í könnuninni með 27,8 prósenta fylgi. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 11. september næstkomandi, en líkt og eftir síðustu kosningar reikna magir með að erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn. Ein helstu tíðindin á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, er að hægriflokkarnir Moderaterna, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar, hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata, sem barist hafa gegn straumi innflytjenda til landsins, eftir að hafa fram til þess lokað á slíkt samstarf. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð.EPA Miðflokkurinn, sem áður var hluti af borgaralegu blokkinni í sænskum stjórnmálum, ákvað að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti eftir kosningarnar 2018, eftir að stjórnarmyndunarviðræður drógust mjög á langinn. Eftir það hefur andað nokkuð köldu milli Miðflokksmanna og borgaralegu blokkarinnar. Könnun SVT/Novus (fylgi flokkanna í þingkosningum 2018 er að finna innan sviga) Moderaterna: 17,4 prósent (19,8) Frjálslyndi flokkurinn: 4,4 prósent (5,5) Miðflokkurinn: 6,7 prósent (8,6) Kristilegir demókratar: 6,0 prósent (6,3) Jafnaðarmannaflokkurinn: 27,8 prósent (28,3) Vinstriflokkurinn: 9,6 prósent (8,0) Græningjar: 5,5 prósent (4,4) Svíþjóðardemókratar: 21,5 prósent (17,5) Aðrir flokkar: 1,1 prósent Óvissir: 5,8 prósent
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira