Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2022 23:49 Bandarískir hermenn í þyrlu yfir Sýrlandi í fyrra. Getty/John Moore Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik. Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik.
Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira