Byggjum upp í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir skrifa 30. september 2022 12:01 Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar