Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. október 2022 07:00 Atvinnulífið hefur öskrað eftir breytingum í mörg ár en ekkert gerist segja Adriana Karólína Pétursdóttir og Hildur Elín Vignir um ósamræmið á milli menntastefnunnar og þarfa atvinnulífsins. Stjórnvöld og skólar verði að fara að hlusta. Adriana og Hildur eru stjórnarkonur í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. Umræðuefnið er menntun á Íslandi annars vegar og þarfir atvinnulífsins hins vegar. En í mörg ár hefur verið fyrirséð að skortur er á menntuðu fólki í ýmsum starfsgreinum, á sama tíma og verið er að útskrifa fjölda fólks úr námi sem atvinnulífið er ekki endilega að kalla eftir. Við erum komin að endamörkum. Nú þegar hefur atvinnulífið hreinlega öskrað í mörg ár á að fleiri þurfi að útskrifist með menntun í ákveðnum starfsgreinum þar sem vöntun er á vinnuafli. Ég nefni tækni og iðnám sérstaklega en ekkert síður kennara eða heilbrigðisfólk. Það er öskrað og árin líða, en ekkert breytist,“ segir Adriana K. Pétursdóttir sem einnig situr í stjórn Mannauðs. Næstkomandi föstudag verður Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlega í Hörpu, en þetta er í tíunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Ráðstefnan er á vegum Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en þar eru meðlimir nú 660 talsins. Af tilefniAð því tilefni fjallar Atvinnulífið um aðkallandi mál í mannauðsmálum á Íslandi. Stjórnvöld og skólar þurfa að fara að hlusta Hildur og Adriana segja afar brýnt að virkja samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs. Því menntun og þörf atvinnulífsins séu einfaldlega ekki í samræmi við hvort annað. „Að mínu mati er viljinn hjá atvinnulífinu til staðar en það skortir verulega á að stjórnvöld og skólar hlusti,“ segir Hildur og tiltekur sérstaklega að með atvinnulífi vísi hún bæði til vilja launþegahreyfinga og vinnuveitenda. Við erum enn ekki með pláss til að mennta fólk í fögum sem atvinnulífinu sárvantar en erum þess í stað með alls kyns nám og framhaldsnám fyrir fólk í greinum sem atvinnulífið er kannski ekkert sérstaklega að kalla eftir,“ segir Adriana. Að mati Hildar og Adriana snýst málið um að virkja samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs og þar sé ábyrgð stjórnvalda veruleg. „Því það að breyta menntastefnunni er risavaxið langtíma verkefni,“ segir Hildur. „Langtímastefna þarf að vera til langstíma án þess að henni sé breytt á fjögurra ára fresti. Ég myndi líka alltaf mæla með því að byrja á því að breyta menntastefnunni í einhverjum skrefum. Ekki að reyna að gleypa fílinn í heilu lagi því verkefnið er hreinlega svo stórt,“ segir Adriana. Er skólakerfið að verða dragbítur? Umræðan um að það vanti fólk í ákveðnar starfsgreinar er ekki ný af nálinni. En lítið virðist þokast áfram eða breytast. „Það er allt á fleygiferð. Fjórða iðnbyltinginn og alls kyns breytingar. Meira að segja störfin eru að breytast verulega og nú er talað um að atvinnulífið sé að fara í gegnum skeið sem kallað er Stóra uppsögnin. Fólk færir sig á milli starfa og finnur sér nýjar leiðir til að mennta sig eða finna starf sem hentar þeim best og án staðsetningar. Á sama tíma stendur skólakerfið óbreytt og langt frá því að þróast í takt við atvinnulífið,“ segir Adriana. „Skólakerfið er í eðli sínu þannig að það hreyfist ekki hratt né breytist. En það er einfaldlega orðið of mikið ósamræmi í því í hverju við erum að mennta fólk og hverju atvinnulífið er að kalla eftir,“ segir Hildur og nefnir nokkur dæmi: Til dæmis er okkur farið að vanta áþreifanlega fagmenntaða kennara í mörgum iðngreinum. Staðan í haust var því þannig að við þurftum að neita hátt í fimmhundruð manns að koma í iðnám einfaldlega vegna þess að í skólum vantar kennara, vantar pláss og vantar fjármagn. Á sama tíma er mikið fjármagn og fjöldi fólks að sækjast í nám fyrir fullorðna þar sem fólk er að sækja sér aðra og þriðja gráðu í háskólanámi sem er niðurgreitt en ekki endilega í beinni þörf við það sem atvinnulífið er mest að biðja um.“ Er skólakerfið þá orðið ákveðinn dragbítur? „Þetta snýst um fjármagn og umræðan er alltaf um fjármagn. Stóra myndin er samt flóknari en svo því fyrir samfélagið er orðið svo brýnt að endurhanna og móta menntastefnu sem fellur að atvinnulífinu. Og það er á ábyrgð stjórnvalda að móta þessa menntastefnu. Og sú vinna getur ekki hafist fyrir alvöru fyrr en samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs er orðið virkara,“ segir Hildur. En hefur þó ekki orðið vitundavakning um iðnnám í samanburði við fyrir til dæmis áratug síðan? „Jú viðhorfsbreytingin er gríðarlega mikil og það er miklu meiri aðsókn í iðnám en var. Eftirspurnin er hins vegar enn meir og því til stuðnings get ég nefnt niðurstöður úr könnun sem við gerðum síðastliðið vor meðal sveinsprófstaka. Þær niðurstöður sýndu að 92% þeirra sem tóku sveinsprófið voru komnir með vinnu í sínu fagi, sumir voru í öðru starfi en einungis 3% höfðu ekki fengið starf í sínu fagi.,“ segir Hildur. Hildur og Adriana benda til dæmis á fund sem rataði í fjölmiðla í vikunni þar sem fram kemur að byggja þurfi miklu meira af húsnæði í Reykjavík. En með hvaða fólki? spyrja þær því í mörg ár hefur verið vitað að það vantar mikið upp á fagmenntaða kennara og fólk í ákveðnar starfsgreinar, þar á meðal byggingariðnaðinn.Vísir/Vilhelm Hvar ætla menn að fá þetta fólk? Í gær ræddi Atvinnulífið við Sigrúnu Kjartansdóttur framkvæmdastjóra Mannauðs sem meðal annars nefndi það sérstaklega að ungt fólk væri farið að sækjast í nýjar og fjölbreyttari leiðir til náms en áður. Prófgráðan væri því ekkert endilega það sem segði allt. Eruð þið sammála þessu? „Já það má segja að þessi staðlaði texti í auglýsingum til dæmis um háskólanám sem nýtist í starfi sé skilyrði sé að verða svolítið úreld setning í einhverjum atvinnugreinum. Því ungt fólk í dag er farið að velja sér alls konar leiðir til að mennta sig og langt því frá að háskólarnir séu endilega sá vettvangur sem sá hópur mun mest horfa til. Nú er það fyrirtækja og stéttarfélaga að búa til strúktur þar sem óhefðbundin menntun er einnig metin. ,“ segir Adriana. Þá segja Hildur og Adriana að stjórnvöld þurfi hreinlega að axla þá ábyrgð að upplýsa fólk betur eða búa til hvata sem geti liðkað fyrir flæði sem fellur betur að þörfum atvinnulífsins. „Það eru alls kyns hugmyndir um að breyta til dæmis námslánum kennara eða þeirra sem fara í byggingarfræði í styrk eða kynna betur hvernig störf hafa breyst því nú er allt orðið svo tæknivætt og mikið gróska. Margir eru til dæmis enn að sjá fyrir sér að starf píparans snúist um að losa stífluð klósett eins fjarri lagi og það nú er. Fyrir utan það að auglýsingar og upplýsingar gætu líka jafnað betur út kynjahalla sem er í mörgum greinum,“ segir Adriana. „Félag kvenna í iðngreinum hefur reyndar staðið sig ótrúlega vel að kynna hvernig störf hafa breyst og þannig hvatt fleiri konur að því að sækja slík nám. Konur komast því allar inn í það iðnám sem þær sækja um því enn hallar svo mikið á konur þar. En það breytir því ekki að við erum að synja alltof mörgum um að koma í iðnámið sem atvinnulífinu þó sárvantar, einfaldlega vegna þess að skólakerfið og atvinnulífið er ekki að ganga í takt,“ segir Hildur. Hvernig standa þessi mál í löndunum í kringum okkur? „Það eru mörg lönd sem stýra miklu betur en við flæðinu inn í námskerfið. Og tryggja þannig að samræmi sé á milli menntunar sem fólk er að útskrifast með og þörfunum sem eru í atvinnulífinu. Eflaust fylgja öllum kerfum ákveðnir kostir og gallar en það breytir því ekki að við erum með margar fyrirmyndir sem standa betur að menntastefnunni og sjá til þess að hún samræmist betur þörfum atvinnulífs,“ segir Hildur og bætir við: Tökum sem dæmi fund sem var í fréttum fjölmiðla í vikunni um að byggja þurfi miklu fleiri hús í Reykjavík. Ég spyr: Og hvar ætla menn að fá fólkið til að byggja þessi hús? Skóla - og menntamál Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tækni Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Umræðuefnið er menntun á Íslandi annars vegar og þarfir atvinnulífsins hins vegar. En í mörg ár hefur verið fyrirséð að skortur er á menntuðu fólki í ýmsum starfsgreinum, á sama tíma og verið er að útskrifa fjölda fólks úr námi sem atvinnulífið er ekki endilega að kalla eftir. Við erum komin að endamörkum. Nú þegar hefur atvinnulífið hreinlega öskrað í mörg ár á að fleiri þurfi að útskrifist með menntun í ákveðnum starfsgreinum þar sem vöntun er á vinnuafli. Ég nefni tækni og iðnám sérstaklega en ekkert síður kennara eða heilbrigðisfólk. Það er öskrað og árin líða, en ekkert breytist,“ segir Adriana K. Pétursdóttir sem einnig situr í stjórn Mannauðs. Næstkomandi föstudag verður Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlega í Hörpu, en þetta er í tíunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Ráðstefnan er á vegum Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en þar eru meðlimir nú 660 talsins. Af tilefniAð því tilefni fjallar Atvinnulífið um aðkallandi mál í mannauðsmálum á Íslandi. Stjórnvöld og skólar þurfa að fara að hlusta Hildur og Adriana segja afar brýnt að virkja samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs. Því menntun og þörf atvinnulífsins séu einfaldlega ekki í samræmi við hvort annað. „Að mínu mati er viljinn hjá atvinnulífinu til staðar en það skortir verulega á að stjórnvöld og skólar hlusti,“ segir Hildur og tiltekur sérstaklega að með atvinnulífi vísi hún bæði til vilja launþegahreyfinga og vinnuveitenda. Við erum enn ekki með pláss til að mennta fólk í fögum sem atvinnulífinu sárvantar en erum þess í stað með alls kyns nám og framhaldsnám fyrir fólk í greinum sem atvinnulífið er kannski ekkert sérstaklega að kalla eftir,“ segir Adriana. Að mati Hildar og Adriana snýst málið um að virkja samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs og þar sé ábyrgð stjórnvalda veruleg. „Því það að breyta menntastefnunni er risavaxið langtíma verkefni,“ segir Hildur. „Langtímastefna þarf að vera til langstíma án þess að henni sé breytt á fjögurra ára fresti. Ég myndi líka alltaf mæla með því að byrja á því að breyta menntastefnunni í einhverjum skrefum. Ekki að reyna að gleypa fílinn í heilu lagi því verkefnið er hreinlega svo stórt,“ segir Adriana. Er skólakerfið að verða dragbítur? Umræðan um að það vanti fólk í ákveðnar starfsgreinar er ekki ný af nálinni. En lítið virðist þokast áfram eða breytast. „Það er allt á fleygiferð. Fjórða iðnbyltinginn og alls kyns breytingar. Meira að segja störfin eru að breytast verulega og nú er talað um að atvinnulífið sé að fara í gegnum skeið sem kallað er Stóra uppsögnin. Fólk færir sig á milli starfa og finnur sér nýjar leiðir til að mennta sig eða finna starf sem hentar þeim best og án staðsetningar. Á sama tíma stendur skólakerfið óbreytt og langt frá því að þróast í takt við atvinnulífið,“ segir Adriana. „Skólakerfið er í eðli sínu þannig að það hreyfist ekki hratt né breytist. En það er einfaldlega orðið of mikið ósamræmi í því í hverju við erum að mennta fólk og hverju atvinnulífið er að kalla eftir,“ segir Hildur og nefnir nokkur dæmi: Til dæmis er okkur farið að vanta áþreifanlega fagmenntaða kennara í mörgum iðngreinum. Staðan í haust var því þannig að við þurftum að neita hátt í fimmhundruð manns að koma í iðnám einfaldlega vegna þess að í skólum vantar kennara, vantar pláss og vantar fjármagn. Á sama tíma er mikið fjármagn og fjöldi fólks að sækjast í nám fyrir fullorðna þar sem fólk er að sækja sér aðra og þriðja gráðu í háskólanámi sem er niðurgreitt en ekki endilega í beinni þörf við það sem atvinnulífið er mest að biðja um.“ Er skólakerfið þá orðið ákveðinn dragbítur? „Þetta snýst um fjármagn og umræðan er alltaf um fjármagn. Stóra myndin er samt flóknari en svo því fyrir samfélagið er orðið svo brýnt að endurhanna og móta menntastefnu sem fellur að atvinnulífinu. Og það er á ábyrgð stjórnvalda að móta þessa menntastefnu. Og sú vinna getur ekki hafist fyrir alvöru fyrr en samtalið á milli stjórnvalda, skóla og atvinnulífs er orðið virkara,“ segir Hildur. En hefur þó ekki orðið vitundavakning um iðnnám í samanburði við fyrir til dæmis áratug síðan? „Jú viðhorfsbreytingin er gríðarlega mikil og það er miklu meiri aðsókn í iðnám en var. Eftirspurnin er hins vegar enn meir og því til stuðnings get ég nefnt niðurstöður úr könnun sem við gerðum síðastliðið vor meðal sveinsprófstaka. Þær niðurstöður sýndu að 92% þeirra sem tóku sveinsprófið voru komnir með vinnu í sínu fagi, sumir voru í öðru starfi en einungis 3% höfðu ekki fengið starf í sínu fagi.,“ segir Hildur. Hildur og Adriana benda til dæmis á fund sem rataði í fjölmiðla í vikunni þar sem fram kemur að byggja þurfi miklu meira af húsnæði í Reykjavík. En með hvaða fólki? spyrja þær því í mörg ár hefur verið vitað að það vantar mikið upp á fagmenntaða kennara og fólk í ákveðnar starfsgreinar, þar á meðal byggingariðnaðinn.Vísir/Vilhelm Hvar ætla menn að fá þetta fólk? Í gær ræddi Atvinnulífið við Sigrúnu Kjartansdóttur framkvæmdastjóra Mannauðs sem meðal annars nefndi það sérstaklega að ungt fólk væri farið að sækjast í nýjar og fjölbreyttari leiðir til náms en áður. Prófgráðan væri því ekkert endilega það sem segði allt. Eruð þið sammála þessu? „Já það má segja að þessi staðlaði texti í auglýsingum til dæmis um háskólanám sem nýtist í starfi sé skilyrði sé að verða svolítið úreld setning í einhverjum atvinnugreinum. Því ungt fólk í dag er farið að velja sér alls konar leiðir til að mennta sig og langt því frá að háskólarnir séu endilega sá vettvangur sem sá hópur mun mest horfa til. Nú er það fyrirtækja og stéttarfélaga að búa til strúktur þar sem óhefðbundin menntun er einnig metin. ,“ segir Adriana. Þá segja Hildur og Adriana að stjórnvöld þurfi hreinlega að axla þá ábyrgð að upplýsa fólk betur eða búa til hvata sem geti liðkað fyrir flæði sem fellur betur að þörfum atvinnulífsins. „Það eru alls kyns hugmyndir um að breyta til dæmis námslánum kennara eða þeirra sem fara í byggingarfræði í styrk eða kynna betur hvernig störf hafa breyst því nú er allt orðið svo tæknivætt og mikið gróska. Margir eru til dæmis enn að sjá fyrir sér að starf píparans snúist um að losa stífluð klósett eins fjarri lagi og það nú er. Fyrir utan það að auglýsingar og upplýsingar gætu líka jafnað betur út kynjahalla sem er í mörgum greinum,“ segir Adriana. „Félag kvenna í iðngreinum hefur reyndar staðið sig ótrúlega vel að kynna hvernig störf hafa breyst og þannig hvatt fleiri konur að því að sækja slík nám. Konur komast því allar inn í það iðnám sem þær sækja um því enn hallar svo mikið á konur þar. En það breytir því ekki að við erum að synja alltof mörgum um að koma í iðnámið sem atvinnulífinu þó sárvantar, einfaldlega vegna þess að skólakerfið og atvinnulífið er ekki að ganga í takt,“ segir Hildur. Hvernig standa þessi mál í löndunum í kringum okkur? „Það eru mörg lönd sem stýra miklu betur en við flæðinu inn í námskerfið. Og tryggja þannig að samræmi sé á milli menntunar sem fólk er að útskrifast með og þörfunum sem eru í atvinnulífinu. Eflaust fylgja öllum kerfum ákveðnir kostir og gallar en það breytir því ekki að við erum með margar fyrirmyndir sem standa betur að menntastefnunni og sjá til þess að hún samræmist betur þörfum atvinnulífs,“ segir Hildur og bætir við: Tökum sem dæmi fund sem var í fréttum fjölmiðla í vikunni um að byggja þurfi miklu fleiri hús í Reykjavík. Ég spyr: Og hvar ætla menn að fá fólkið til að byggja þessi hús?
Skóla - og menntamál Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tækni Tengdar fréttir Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00
„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00