Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 12:21 Drengirnir voru á rafhlaupahjóli þegar ráðist var á þá. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira