Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 20:00 Lið ársins 2022. Stúkan Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Markvörður: Anton Ari Einarsson [Breiðablik] „Anton Ari hlaut gullhanskann þar sem enginn hélt marki sínu oftar hreinu og fékk færri mörk á sig en markvörður Íslandsmeistaranna.“ Hægri bakvörður: Höskuldur Gunnlaugsson [Breiðablik] „Fyrirliði Blika var stórkostlegur fyrir sitt lið á þessari leiktíð eins og hann er búinn að vera undanfarin tímabil. Oftast stillt upp í hægri bakvarðarstöðunni en var út um víðan völl ásamt því að skora og leggja upp mörk.“ Vinstri bakvörður: Dagur Dan Þórhallsson [Breiðablik] „Verður að sætta sig við það að við ætlum að stilla honum upp í vinstri bakvarðarstöðunni því hann getur leikið alls staðar á vellinum og gerði það óaðfinnanlega þegar hann lék í vinstri bakverði en hann lék víða mjög vel.“ Miðvörður: Damir Muminovic [Breiðablik] Guðmundur og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Damir hefði átt sitt langbesta tímabil í sumar. „Damir var frábær í þessu móti, ég sagði það í sumar að hann væri farinn að minna mig á Davíð Þór Viðarsson. Hann væri byrjaður að röfla yfir innköstum og svona þvælum. Væri fínt að taka það úr leiknum sínum en hann var frábær,“ sagði Máni Pétursson. Miðvörður: Ívar Örn Árnason [KA] „Heldur betur óvænt nafn í þessu liði ef við hugsum þetta fyrir tímabilið því enginn átti von á að Ívar Örn yrði fyrsti maður í vörn KA og einn af fyrstu mönnum í úrvalslið deildarinnar.“ Miðjumaður: Júlíus Magnússon [Víkingur] „Er ánægður með að vera í liðinu þó hann sýni það ekki þarna. Spilaði mjög vel fyrir Víkinga í sumar.“ Miðjumaður: Rodrigo Gomes Mateo [KA] „Kemur inn á miðsvæðið með Júlíusi. Virkar stundum eins og það fari ekki of mikið fyrir honum en klárlega einn mikilvægasti leikmaður KA.“ Framliggjandi miðjumaður: Ísak Snær Þorvaldsson [Breiðablik] „Stórkostlegur á þessari leiktíð. Kom eins og himnasending inn í lið Blika. Virtist hreinlega óstöðvandi fyrri part mótsins.“ Hægri vængmaður: Jason Daði Svanþórsson [Breiðablik] Jason Daði skoraði 11 mörk og gaf sjö stoðsendingar í Bestu deildinni í sumar. Vinstri vængmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson [KA] „Endaði sem markakóngur. Þarf ekkert að ræða þetta val.“ Sóknarmaður: Guðmundur Magnússon [Fram] „Eitt óvæntasta útspil Bestu deildarinnar á þessari leiktíð. Jafn markahár Nökkva á leiktíðinni, spilaði fleiri leiki en þvílíkt tímabil. Er eini leikmaðurinn úr neðri hluta Bestu deildarinnar sem á sæti í úrvalsliðinu.“ Klippa: Stúkan: Lið ársins
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira