Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 14:40 Fjölmargar ISIS-konur hefur verið haldið í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar þrjár voru fluttar til Danmerkur í október í fyrra og voru strax handteknar. EPA/AHMED MARDNLI Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga. Danmörk Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga.
Danmörk Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira