Verzlingar leggjast gegn ályktun Sjálfstæðisflokks um námstíma: „Ekki séns, bara nei“ Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 09:15 Á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað um að stytta skólaár í íslensku menntakerfi um eitt enn, þannig að heildarnámstími ungmenna yrði fram að átján ára. Síðasta stytting gekk í gegn 2015, þegar framhaldsskóli varð að þriggja ára námi, og skólagangan þar með fram að nítján ára aldri. Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01