„Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2022 08:01 Guðrún Jónína Magnúsdóttir rithöfundur hefur skráð sögu móður sinnar. Sagan er sláandi en Guðrún segir að hana verði að segja. vísir/vilhelm Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Bókin heitir Álfadalur – sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess. Sigurbjörg Oddsdóttir, móðir Guðrúnar, er hin miðlæga persóna sögunnar en hún mátti búa við harða lífsbaráttu og svo kynferðisofbeldi föður. Þetta er hroðaleg saga, svo mjög að það er erfitt að ræða efni hennar. Manni fallast hendur. Blaðamaður Vísis veit varla hvar skal byrja en Guðrún, sem er á áttræðis aldri, er afar viðræðugóð og blátt áfram. Hún segir einfaldlega: „Skjóttu!“ Andleg veikindi sem rekja megi til áfalla Kannski er rétt að byrja á því að spyrja hvernig viðbrögðin við bókinni hafi verið? Guðrún segir þau alveg ótrúleg. „Ég var að enda við að ræða við vinkonu dóttur minnar sem las bókina í einum rykk. Hún á sögu úr sinni ætt um stúlku sem var misnotuð af bónda á næsta bæ og var á Kleppi eftir það. Fólkið í sveitinni kallaði þessa stúlku fávita, hálfvita og þaðan af verra.“ Eins og fram kemur í bókinni átti móðir Guðrúnar við andlega erfiðleika að stríða seinni hluta ævi sinnar og var hún nauðungarvistuð á geðdeild nokkrum sinnum. Hún sá ofsjónir, taldi að um sig væri verið að njósna og verið væri að stela frá sér. Úr bókinni Álfadalur en þarna má sjá móður Guðrúnar við fermingaraldur. Hún var glöð að eðlisfari en ævi hennar var erfið, svo vægt sé til orða tekið. Við andleg veikindi hennar bættist síðar alzheimer-sjúkdómur sem reyndist í hennar tilfelli blessun, ekki bölvun. Þá var eins og Sigurbjörg finni loks einhvern frið og léttleiki í geðslagi hennar tók sig upp á nýjan leik. Guðrún er ekki í nokkrum vafa um að andleg veikindi móður sinnar megi rekja til þeirra atburða sem bókin hverfist um. En þú telur þá að teknu tilliti til viðbragða að um sé að ræða reynslu sem margir hafa mátt búa við, af sambærilegu tagi? „Já. Það sem ég er að hugsa eftir þetta samtal við dóttur vinkonu minnar, eitt af mörgum, er hvernig getum við sem þjóð haft efni á að eyðileggja konurnar okkar svona? Ef bókin mín er innlegg í þá umræðu og kannski verður til að breyta einhverju þá er vel af stað farið. Það þarf að rjúfa vítahring ofbeldis og afbrota gegn konum.“ Sáluhjálparatriði að segja söguna Sú er öðrum þræði ástæðan fyrir því að Guðrún ritaði bókina en þar kemur meira til. „Ástæðan var fyrst og fremst í upphafi að vinna mig út úr erfiðri reynslu og fá frið í sálinni, sleppa hatri og beiskju fyrir hönd móður minnar. En svo þegar kom að því að gefa hana út þá fór ég að kanna áhrif nauðgana og kynferðisofbeldis gagnvart konum til dæmis rannsóknir sem hafa verið gerðar í Sarajevo og Kosovo, jafnframt í Bandaríkjunum í tengslum við kvennaathvörf og þá kemur í ljós að konur verða geðveikar eftir svona reynslu ef þær geta ekki unnið sig út úr henni. Þegar ég sá þetta fannst mér ástæða til að gefa þessa bók út.“ Gamall vinur og kunningi, Bjarni Harðarson, ákvað að gefa bókina upp en þó ekki fyrr en meðhjálpari hans hafði lesið handritið.vísir/vilhelm Guðrún talaði við einn forleggjara með það erindi að gefa bókina út en þar var allt fullt. Þá mundi hún eftir gömlum vini og félaga af Suðurlandinu, Bjarna Harðarsyni, sem rekur bókaútgáfuna Sæmund. „Hann sagði já. Eftir að meðhjálparinn hans hafði lesið yfir,“ segir Guðrún og hlær. Það er eftirtektarvert hversu létt er yfir Guðrúnu sem er einhvern veginn í himinhrópandi mótsögn við það skelfilega efni sem er undir. En einmitt það gerir samtalið mögulegt. Kannski er engin önnur leið að nálgast efni sem þetta? Úr öskunni í eldinn Þetta er fjölskyldusaga; afleiðingar níðingsháttar afa þíns kvíslast um ættina, hvað hafa þínir ættingjar sagt um þetta um þetta framtak? „Veistu það er ótrúlega erfið ákvörðun að gefa svona bók út. Ég talaði að sjálfsögðu við systkini mín og börn Valgeirs, hálfbróður míns. Þau voru öll samþykk. Hvað varðar stórfjölskylduna hefur verið aðeins annað uppi á teningnum en hjá litlum hópi fólks þó. Flestir hafa þakkað mér fyrir, talað um að það hafi fyrir löngu verið þörf á að birta þessa sögu.“ Sagan er svo sláandi að lesendur setur hljóða. Guðrún segir blátt áfram afa sinn barnaníðing og sálarmorðingja sem átti tvö börn með móður hennar. Afi og amma Guðrúnar. Þau Oddur Valgeir Gísli Guðmundsson og Vilhelmína Jónsdóttir bjuggu á Álfadal á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Þau áttu 11 börn. Frá fimm ára aldri var Sigurbjörg í vist í næsta firði á Valþjófsstað og bjó þar við mikla hörku. Ellefu ára gömul strauk hún heim með því að stökkva í trillu bróður hennar. Bóndinn hrópaði á eftir henni að hún væri að fara úr öskunni í eldinn, þannig að eitthvað hefur fólk vitað af því hvernig ofstopamaðurinn pabbi hennar var innréttaður. „Þú getur þá núna farið með helvítis karlinum“ Heim komin segir systir hennar eitthvað á þá leið að hún geti þá núna farið til gegninga í fjárhúsin með „helvítis karlinum“. Sem verður og þar níðist faðir hennar á henni með þeim afleiðingum að Sigurbjörg verður ófrísk, 15 ára gömul. Hún reynir að segja móður sinni frá þessu en fær kinnhest og segir að svona tal geti leitt til þess að pabbi hennar fari í fangelsi. Eldri bróðir hennar segir þá móður sinni að hún verði að horfast í augu við þetta, karlinn var þá búinn að læsa sig af með tveimur yngri systrum þeirra í fjárhúsinu. Aðstæður voru erfiðar, mikil fátækt en mamma hennar ákveður að skilja við Odd, hún gat ekki hugsað sér að búa með slíkum manni en það var meira en segja það. Fjölskyldan leystist upp, móðir Sigurbjargar og hluti barnanna flyst í sumarbústað við Akranes en Oddur fær hins vegar um svipað leyti sem vélstjóri vinnu við Andarkílsárvirkjun sem þá var verið að reisa. Úr bókinni Álfadalur. Virkjunin við Andakílsá. Þarna áttu sér stað skelfilegir atburðir, þegar Oddur braust ölvaður inn til dóttur sinnar og nauðgaði henni. Eins og segir í bókinni verður það svo að þau hjón taka saman aftur og búa við virkjunina. Sigurbjörg var þá í vist á Akranesi. Foreldrar hennar taka nýfæddan hvítvoðung hennar Valgeir með sér. Fautinn faðir hennar gerir sér fljótlega lítið fyrir og sækir hana nauðuga og hefur með sér upp í virkjun. Faðir Sigurbjargar var drykkfelldur og skömmu fyrir jólin brýst hann inn til hennar og nauðgar. Hún verður þá ófrísk. Þetta eru hinir voðalegu atburðir sem eru undirliggjandi og afleiðingarnar harmrænar. Bókin reyndist höfundi ekki létt í smíðum Guðrún fer ekki í grafgötur með að skrifin og útgáfan hafi reynst erfið. Það tók á að opna þessi sár. Móðurbróðir hennar, sem tók við búinu í Álfadal, þegar afi hennar og amma brugðu búi, og fjölskylda hans fóru fram á að límmiðar yrðu settar á allar bækurnar þar sem tekið væri skýrt fram að hann væri ekki téður ódæðismaður. „Álfadalur hefur þó verið í eyði í 40 ár og var ekki síðasti bústaður þessa manns sem bjó lengi á Gerðhömrum í Dýrafirði,“ segir Guðrún. En ljóst er að fæstir vilja láta tengja sig við atburði sem þessa og þá staðnum. En hversu lengi var hún að skrifa þessa sögu? „Ég byrjaði fyrst að skrifa um þrítugt, taldi mig alls ekki færa um það en hef lært bókmenntir í öldungadeildum, skapandi skrif á mörgum námskeiðum, ég hef byrjað og hætt skrifum á bókinni síðastliðin 40 ár. Svo kom Covid og ég settist niður og fór yfir allt sem ég hafði skrifað, þurrkaði út, breytti og bætti við. Já hún var mér ekki létt þessi bók. Í millitíðinni skrifaði ég þrjár ástarsögur fyrir Vestfirska forlagið og gaf sjálf út tvær barnabækur í bundnu máli. Ég varð að hætta að vinna vegna örorku 2000 og þá byrjaði ég að skrifa og mála.“ Hvar var amma? Eins og útgefandi þinn sagði við mig í samtali: Þetta er þungur draugur að dragnast með? „Já, Jesús já.“ Eins og gefur að skilja ríkti mikil leynd um þessa blóðskömm. Amma Guðrúnar laug gjarnan faðerni Valgeirs, elsta bróður Guðrúnar, upp á saklausan mann ef því var að skipta. Það verða ákveðin hvörf í þessari sögu allri þegar svo móðir þín ákveður að segja þér hvernig öllu þessu var háttað? „Já, hún kom í heimsókn til mín austur á Melrakkasléttu, ég var bara 21 árs og hafði misst tengdamóður mína rétt áður. Það tók Guðrúnu langan tíma, áratugi ef allt er talið, að skrifa þessa sögu. Enda ekki hlaupið að því.vísir/vilhelm Pabbi og mamma komu og tengdapabbi var að hjálpa pabba að sprauta bílinn hans. Við vorum saman mæðgurnar inni í húsi, karlarnir að vinna og börnin úti að leika sér. Við ræddum erfiðleika úr lífi tengdamömmu og ég fer að spyrja einu sinni enn hver sé faðir Valgeirs, en ég vissi á þeim tíma að það var ekki sá sem amma Villa sagði alltaf að væri faðir hans.“ Guðrún segir að þá hafi mamma hennar sprengt utan af öllu saman og sagt henni hvernig í þessu lá. „Næstu tíu daga gekk ég um eins og í leiðslu, beið bara eftir að ná henni aftur einni og spurði og spurði. Hvar var amma? Hvernig stóð á því að engin sá þetta? Af hverju fór amma aftur til afa? Endalausar spurningar og svör. Svo lét hún mig sverja að segja ekki frá og ég þagði í 13 ár. Eða þar til hún sleit sambandi við yngri systur mína. Á þessum árum hafði hún líka gert það gagnvart mér í nokkur ár,“ segir Guðrún. En það var eins og móðir hennar hafi ekkert viljað vita af þeim sem vissu hinn hræðilega sannleika. „Þegar systir mín vissi ekkert hvaðan á hana stóð veðrið ákvað ég að systkini mín yrðu að fá að vita þetta.“ Fannst afi sinn heimskur og stóð stuggur af honum Þegar Sigurbjörg sagði Guðrúnu dóttur sinni af þessum níðingshætti Odds var hún sjálf rúmlega fertug. Guðrúnu er ekki kunnugt um að hún hafi þá sagt nokkrum manni frá þessu fyrr en heldur þó að hún kunni að hafa rætt ofbeldið við móður sína. „Svo hef ég heyrt í fólki sem hún sagði þetta og þá voru viðbrögð hennar alltaf eins hún fylltist skelfingu eftir á og sleit sambandi við viðkomandi.“ Það þarf vart að spyrja en þetta hefur væntanlega breytt afstöðu þinni til afa þíns snarlega eða þér hefur ef til vill staðið stuggur af honum? „Hann dó þegar ég var 14 ára 1964. Ég vildi alltaf sem minnst hafa saman við hann að sælda, mér fannst hann heimskur, stóð stuggur af skapinu í honum og reiðiköstunum. Mamma og amma héldu mér líka markvisst frá honum. Það var frekar afstaða mín til ömmu sem breyttist.“ Þar eru auðvitað uppi stórar spurningar? „Ég elskaði ömmu Villu, hún var vel gefin og skemmtileg og gat endalaust frætt mann. Já, ég hef getað skilið hana í seinni tíð, sérstaklega eftir að hafa skrifað bókina. Það veitir öðruvísi sýn að bókstaflega setja sig í hennar spor eða þeirra.“ Reynir að setja sig í spor ömmu sinnar Guðrún var 29 ára gömul þegar amma hennar féll frá. Og lá á sæng 29 ára gömul, af öðru barni sínu og komst ekki til að vera við jarðarförina. Gafst þér einhvern tíma tækifæri á að ræða þessa fjölskyldusögu við hana eða var það kannski aldrei inni í myndinni. „Aldrei. Hún deyr áður en ég þori að segja frá. Hún var komin af prestum lengst aftur í ættir, flestir í Holti í Önundarfirði og líka í Gufudal, óskaplega ættfróð og stolt, það hafði örugglega mikið að segja um hvernig hún brást við. Guðrún hefur reynt að setja sig í spor ömmu sinnar og hefur öðlast skilning á því hvers vegna hún tók saman við afa hennar eftir að hafa slitið sig frá honum. Hún átti ekki annarra kosta völ.vísir/vilhelm Pabbi hennar framdi sjálfsmorð þegar hún var búin að búa með afa í nokkur ár. Mamma hennar dó þegar hún var ung og hún ólst fyrstu árin upp á Auðkúlu í Arnarfirði. Svo fór hún til Flateyrar með föður sínum níu ára en fékk ekki að vera hjá honum. Hann giftist ljósmóður sem átti fjölda barna og ömmu var komið fyrir á heimili á Flateyrinni. Stjúpan vildi hana ekki. Sem sagt stór ætt en ekkert náið bakland. Ein systir tveimur árum yngri sem ólst upp annars staðar.“ En maður spyr sig, hún tekur sig til og skilur við afa þinn við illan leik þegar henni verður ljóst hvernig hann er innréttaður en tekur svo saman við hann aftur? Þetta gengur manni illa að skilja? „Ekki mér. Hann var á bíl, bjó aðeins 40 mínútna akstur frá þeim mæðgum, vann vaktavinnu, hún gat átt von á honum yfir sig hvenær sem var. Hún hefur verið dauðhrædd við hann. Svo var hún útslitin og veik, það þurfti að taka úr henni legið og eitthvað fleira. Hún hefði ekki getað unnið fyrir sér og laun mömmu hefðu ekki dugað til að sjá fyrir þeim.“ Þvílíkt aldarfar. Þarna eru margþættir hlekkir og enginn annar kostur í stöðunni, í raun? „Nei. Karlinn kominn í vel launaða vinnu, frítt húsnæði og rafmagn en húsið hitað með rafmagni. Hann hefur ekki látið hana í friði. Mamma sagði mér að hann hefði tuðað, hótað, gefið henni gjafir og gert allt til að ná henni til baka. Svo vildi hann auðvitað ekki hafa þetta barn fyrir augunum og réði mömmu nauðuga sem vinnukonu til vélstjóra í virkjuninni með drenginn með sér. Þar með var helvítis karlinn laus við allar afleiðingar gerða sinna.“ Stjórnlaus fauti og níðingur Er þér kunnugt um að afi þinn hafi lagst á fleiri stúlkur en móður þína? „Allar systurnar nema eina sagði mamma. Hvað varðar kvenfólk utan fjölskyldunnar eru uppi sögur fyrir vestan, hann hraktist frá Flateyri út á Ingjaldssand við vitum ekki af hverju.“ Hann hefur verið stjórnlaus og umsvifamikill í sínum níðingshætti? „Já, ég sá hann káfa á tengdadóttur sinni en þá vorum við uppi í virkjun og 60 ára afmæli hans í undirbúningi. Kvenfólkið að undirbúa veislu en hann og einhverjir synirnir hans sátu að drykkju. Ég man ekki hverjir voru með honum. Hann káfaði á henni, hún lamdi á höndina á honum og hafði hátt. Sagði sína meiningu með látum. Guðrún er skemmtileg og viðræðugóð kona sem gerir það hreinlega mögulegt að ræða þá skelfilegu atburði sem eru undir.vísir/vilhelm Maður hennar og bræður hans sögðu ekkert en hún og maðurinn hennar fóru svo og gistu annars staðar þar til daginn eftir að veislan fór fram.“ Þetta eru ekki góðar einkunnir sem þú gefur afa þínum, og ekki að ástæðulausu? „Nei, engin ástæða til. Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi. Engu logið þar.“ Hvernig líður þér núna í dag, þegar þú hugsar til hans? „Ég er ekki lengur svona óskaplega reið og heiftug og ég var. Ég held að bókarskrifin hafi endanlega læknað það.“ Verðum sem þjóð að horfast í augu við þetta Þessir ofbeldisglæpir sem þú segir frá, afleiðingarnar snúa ekki aðeins að þolendum þeirra heldur hafa þeir haft skelfilegar afleiðingar á ættina alla? „Já. Það er þess vegna sem mér finnst þessi bók eiga erindi til fólks. Þjóðin verður að fara að hysja upp um sig buxurnar og standa með sínum konum, í stað þess að nauðga þeim og reyna að burtskýra glæpinn með því að segja að þær séu geðveikar þegar það eru einmitt afleiðingarnar af svona glæpum. Það kostar Íslendinga stórfé að ala upp nauðgara, ofbeldis og glæpamenn.“ Ef þú lítur til baka og svo til dagsins í dag, heldurðu að þetta hafi lagast frá því sem var? „Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst gríðarlega mikið. En, því miður heyrir maður allt of oft af svona glæpum. Ég var í barnaverndarnefnd í Rangárþingi í 8 ár og þá sá ég hvað það er erfitt að ná utan um svona. Þegar upp komst á einum stað um illa meðferð á börnum flutti fjölskyldan gjarna á annan stað og ekkert eða lítið samband á milli nefnda svo það gat tekið mörg ár að ná utan um málið. Við getum ekki falið okkur á bak við að svona glæpum hafi fækkað í þjóðfélaginu, við verðum að horfast í augu við þetta sem þjóð og taka á því.“ Verðum að rjúfa vítahringinn Og enn langur vegur fyrir höndum í þeim efnum? „Nákvæmlega. Við höfum biskupsmálið, Thelmu Ásdísardóttur, og fleiri og fleiri fyrir nú utan heimilin sem ríkið sjálft hefur haft umsjón með og staðið þar með að glæpum gegn börnum. Valdamikill maður kennir geðveiki dóttur sinnar um ásakanir gegn sér og telur að hún hafi fengið heila kvennahreyfingu með sér til að klekkja á honum. svolítið langsótt finnst þér ekki? Jú, ætli það ekki, svarar blaðamaður vandræðalega og Guðrún brosir nánast skelmislega við því svari. En þú sjálf, þú stendur býsna keik eftir þessar skelfingar … þú hefur væntanlega þurft að leggjast í mikla sjálfsvinnu? „Ég hef farið til sálfræðings já, og það gerði mikið gagn. Svo höfum við systkinin getað hjálpað hvort öðru ótrúlega mikið með því að tala saman, reyna að skilja, gefa hvort öðru styrk. Það hefur eiginlega skilað mestu af því að ekkert okkar hefur verið í þeim gírnum að vilja ekki ræða málin. Guðrún með bók sína, söguna sem varð að segja.vísir/vilhelm Ekkert okkar hefur viljað sitja uppi með skömm eða sektarkennd út af manninum sem ber ábyrgð á glæpnum. Við tókum öll þá ákvörðun að þegja aldrei yfir honum og höfum ekki gert það. Það þýðir nú ekki að við séum að ræða þetta við Pétur og Pál en … aðspurð þegjum við ekki.“ Nei. „Fyndið reyndar … ég er núna að ræða þetta við Pétur og Pál með bókinni. En ef hún verður til þess að vítahringurinn verður rofinn hjá einhverjum sem getur þar með hafið vegferð til bata og betra lífs þá er tilganginum náð.“ Sleit sambandi við hálfbróður sinn Valgeir, hálfbróðir Guðrúnar, elsta barn móður hennar, dó fyrir tveimur árum. Guðrún segir að hún hefði aldrei gefið þessa bók út meðan hann var lífs. Hvernig var samband ykkar? „Við vorum mjög góð systkini fyrstu árin. En svo fór hann að hafa meiri samskipti við afa, var nú líkur honum fyrir; hann gat aldrei sagt satt, drakk og tolldi illa í vinnu, virti ekki eignarétt fólks,“ segir Guðrún sem dregur ekkert undan. „Hann hafði marga góða kosti, mátti ekkert aumt sjá og vildi alltaf vera að gefa öllum eitthvað en gallarnir voru yfirþyrmandi.“ Guðrún segir frá þessu brosandi sem slær óneitanlega á alvarleika þess sem hún er að segja. „Ég hætti að tala við hann 1989 og fór til dæmis ekki í jarðarförina hans. Þú sérð af hverju þegar þú klárar bókina.“ Og það er nákvæmlega það sem hver maður ætti að gera. Fyrsta skref í að rjúfa þennan vítahring er að fá atburði af þessu tagi upp á yfirborðið svo einhver von sé að takast megi á við þá. Eins sársaukafullt og það er. Höfundatal Bókaútgáfa Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bókin heitir Álfadalur – sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess. Sigurbjörg Oddsdóttir, móðir Guðrúnar, er hin miðlæga persóna sögunnar en hún mátti búa við harða lífsbaráttu og svo kynferðisofbeldi föður. Þetta er hroðaleg saga, svo mjög að það er erfitt að ræða efni hennar. Manni fallast hendur. Blaðamaður Vísis veit varla hvar skal byrja en Guðrún, sem er á áttræðis aldri, er afar viðræðugóð og blátt áfram. Hún segir einfaldlega: „Skjóttu!“ Andleg veikindi sem rekja megi til áfalla Kannski er rétt að byrja á því að spyrja hvernig viðbrögðin við bókinni hafi verið? Guðrún segir þau alveg ótrúleg. „Ég var að enda við að ræða við vinkonu dóttur minnar sem las bókina í einum rykk. Hún á sögu úr sinni ætt um stúlku sem var misnotuð af bónda á næsta bæ og var á Kleppi eftir það. Fólkið í sveitinni kallaði þessa stúlku fávita, hálfvita og þaðan af verra.“ Eins og fram kemur í bókinni átti móðir Guðrúnar við andlega erfiðleika að stríða seinni hluta ævi sinnar og var hún nauðungarvistuð á geðdeild nokkrum sinnum. Hún sá ofsjónir, taldi að um sig væri verið að njósna og verið væri að stela frá sér. Úr bókinni Álfadalur en þarna má sjá móður Guðrúnar við fermingaraldur. Hún var glöð að eðlisfari en ævi hennar var erfið, svo vægt sé til orða tekið. Við andleg veikindi hennar bættist síðar alzheimer-sjúkdómur sem reyndist í hennar tilfelli blessun, ekki bölvun. Þá var eins og Sigurbjörg finni loks einhvern frið og léttleiki í geðslagi hennar tók sig upp á nýjan leik. Guðrún er ekki í nokkrum vafa um að andleg veikindi móður sinnar megi rekja til þeirra atburða sem bókin hverfist um. En þú telur þá að teknu tilliti til viðbragða að um sé að ræða reynslu sem margir hafa mátt búa við, af sambærilegu tagi? „Já. Það sem ég er að hugsa eftir þetta samtal við dóttur vinkonu minnar, eitt af mörgum, er hvernig getum við sem þjóð haft efni á að eyðileggja konurnar okkar svona? Ef bókin mín er innlegg í þá umræðu og kannski verður til að breyta einhverju þá er vel af stað farið. Það þarf að rjúfa vítahring ofbeldis og afbrota gegn konum.“ Sáluhjálparatriði að segja söguna Sú er öðrum þræði ástæðan fyrir því að Guðrún ritaði bókina en þar kemur meira til. „Ástæðan var fyrst og fremst í upphafi að vinna mig út úr erfiðri reynslu og fá frið í sálinni, sleppa hatri og beiskju fyrir hönd móður minnar. En svo þegar kom að því að gefa hana út þá fór ég að kanna áhrif nauðgana og kynferðisofbeldis gagnvart konum til dæmis rannsóknir sem hafa verið gerðar í Sarajevo og Kosovo, jafnframt í Bandaríkjunum í tengslum við kvennaathvörf og þá kemur í ljós að konur verða geðveikar eftir svona reynslu ef þær geta ekki unnið sig út úr henni. Þegar ég sá þetta fannst mér ástæða til að gefa þessa bók út.“ Gamall vinur og kunningi, Bjarni Harðarson, ákvað að gefa bókina upp en þó ekki fyrr en meðhjálpari hans hafði lesið handritið.vísir/vilhelm Guðrún talaði við einn forleggjara með það erindi að gefa bókina út en þar var allt fullt. Þá mundi hún eftir gömlum vini og félaga af Suðurlandinu, Bjarna Harðarsyni, sem rekur bókaútgáfuna Sæmund. „Hann sagði já. Eftir að meðhjálparinn hans hafði lesið yfir,“ segir Guðrún og hlær. Það er eftirtektarvert hversu létt er yfir Guðrúnu sem er einhvern veginn í himinhrópandi mótsögn við það skelfilega efni sem er undir. En einmitt það gerir samtalið mögulegt. Kannski er engin önnur leið að nálgast efni sem þetta? Úr öskunni í eldinn Þetta er fjölskyldusaga; afleiðingar níðingsháttar afa þíns kvíslast um ættina, hvað hafa þínir ættingjar sagt um þetta um þetta framtak? „Veistu það er ótrúlega erfið ákvörðun að gefa svona bók út. Ég talaði að sjálfsögðu við systkini mín og börn Valgeirs, hálfbróður míns. Þau voru öll samþykk. Hvað varðar stórfjölskylduna hefur verið aðeins annað uppi á teningnum en hjá litlum hópi fólks þó. Flestir hafa þakkað mér fyrir, talað um að það hafi fyrir löngu verið þörf á að birta þessa sögu.“ Sagan er svo sláandi að lesendur setur hljóða. Guðrún segir blátt áfram afa sinn barnaníðing og sálarmorðingja sem átti tvö börn með móður hennar. Afi og amma Guðrúnar. Þau Oddur Valgeir Gísli Guðmundsson og Vilhelmína Jónsdóttir bjuggu á Álfadal á Ingjaldssandi á Vestfjörðum. Þau áttu 11 börn. Frá fimm ára aldri var Sigurbjörg í vist í næsta firði á Valþjófsstað og bjó þar við mikla hörku. Ellefu ára gömul strauk hún heim með því að stökkva í trillu bróður hennar. Bóndinn hrópaði á eftir henni að hún væri að fara úr öskunni í eldinn, þannig að eitthvað hefur fólk vitað af því hvernig ofstopamaðurinn pabbi hennar var innréttaður. „Þú getur þá núna farið með helvítis karlinum“ Heim komin segir systir hennar eitthvað á þá leið að hún geti þá núna farið til gegninga í fjárhúsin með „helvítis karlinum“. Sem verður og þar níðist faðir hennar á henni með þeim afleiðingum að Sigurbjörg verður ófrísk, 15 ára gömul. Hún reynir að segja móður sinni frá þessu en fær kinnhest og segir að svona tal geti leitt til þess að pabbi hennar fari í fangelsi. Eldri bróðir hennar segir þá móður sinni að hún verði að horfast í augu við þetta, karlinn var þá búinn að læsa sig af með tveimur yngri systrum þeirra í fjárhúsinu. Aðstæður voru erfiðar, mikil fátækt en mamma hennar ákveður að skilja við Odd, hún gat ekki hugsað sér að búa með slíkum manni en það var meira en segja það. Fjölskyldan leystist upp, móðir Sigurbjargar og hluti barnanna flyst í sumarbústað við Akranes en Oddur fær hins vegar um svipað leyti sem vélstjóri vinnu við Andarkílsárvirkjun sem þá var verið að reisa. Úr bókinni Álfadalur. Virkjunin við Andakílsá. Þarna áttu sér stað skelfilegir atburðir, þegar Oddur braust ölvaður inn til dóttur sinnar og nauðgaði henni. Eins og segir í bókinni verður það svo að þau hjón taka saman aftur og búa við virkjunina. Sigurbjörg var þá í vist á Akranesi. Foreldrar hennar taka nýfæddan hvítvoðung hennar Valgeir með sér. Fautinn faðir hennar gerir sér fljótlega lítið fyrir og sækir hana nauðuga og hefur með sér upp í virkjun. Faðir Sigurbjargar var drykkfelldur og skömmu fyrir jólin brýst hann inn til hennar og nauðgar. Hún verður þá ófrísk. Þetta eru hinir voðalegu atburðir sem eru undirliggjandi og afleiðingarnar harmrænar. Bókin reyndist höfundi ekki létt í smíðum Guðrún fer ekki í grafgötur með að skrifin og útgáfan hafi reynst erfið. Það tók á að opna þessi sár. Móðurbróðir hennar, sem tók við búinu í Álfadal, þegar afi hennar og amma brugðu búi, og fjölskylda hans fóru fram á að límmiðar yrðu settar á allar bækurnar þar sem tekið væri skýrt fram að hann væri ekki téður ódæðismaður. „Álfadalur hefur þó verið í eyði í 40 ár og var ekki síðasti bústaður þessa manns sem bjó lengi á Gerðhömrum í Dýrafirði,“ segir Guðrún. En ljóst er að fæstir vilja láta tengja sig við atburði sem þessa og þá staðnum. En hversu lengi var hún að skrifa þessa sögu? „Ég byrjaði fyrst að skrifa um þrítugt, taldi mig alls ekki færa um það en hef lært bókmenntir í öldungadeildum, skapandi skrif á mörgum námskeiðum, ég hef byrjað og hætt skrifum á bókinni síðastliðin 40 ár. Svo kom Covid og ég settist niður og fór yfir allt sem ég hafði skrifað, þurrkaði út, breytti og bætti við. Já hún var mér ekki létt þessi bók. Í millitíðinni skrifaði ég þrjár ástarsögur fyrir Vestfirska forlagið og gaf sjálf út tvær barnabækur í bundnu máli. Ég varð að hætta að vinna vegna örorku 2000 og þá byrjaði ég að skrifa og mála.“ Hvar var amma? Eins og útgefandi þinn sagði við mig í samtali: Þetta er þungur draugur að dragnast með? „Já, Jesús já.“ Eins og gefur að skilja ríkti mikil leynd um þessa blóðskömm. Amma Guðrúnar laug gjarnan faðerni Valgeirs, elsta bróður Guðrúnar, upp á saklausan mann ef því var að skipta. Það verða ákveðin hvörf í þessari sögu allri þegar svo móðir þín ákveður að segja þér hvernig öllu þessu var háttað? „Já, hún kom í heimsókn til mín austur á Melrakkasléttu, ég var bara 21 árs og hafði misst tengdamóður mína rétt áður. Það tók Guðrúnu langan tíma, áratugi ef allt er talið, að skrifa þessa sögu. Enda ekki hlaupið að því.vísir/vilhelm Pabbi og mamma komu og tengdapabbi var að hjálpa pabba að sprauta bílinn hans. Við vorum saman mæðgurnar inni í húsi, karlarnir að vinna og börnin úti að leika sér. Við ræddum erfiðleika úr lífi tengdamömmu og ég fer að spyrja einu sinni enn hver sé faðir Valgeirs, en ég vissi á þeim tíma að það var ekki sá sem amma Villa sagði alltaf að væri faðir hans.“ Guðrún segir að þá hafi mamma hennar sprengt utan af öllu saman og sagt henni hvernig í þessu lá. „Næstu tíu daga gekk ég um eins og í leiðslu, beið bara eftir að ná henni aftur einni og spurði og spurði. Hvar var amma? Hvernig stóð á því að engin sá þetta? Af hverju fór amma aftur til afa? Endalausar spurningar og svör. Svo lét hún mig sverja að segja ekki frá og ég þagði í 13 ár. Eða þar til hún sleit sambandi við yngri systur mína. Á þessum árum hafði hún líka gert það gagnvart mér í nokkur ár,“ segir Guðrún. En það var eins og móðir hennar hafi ekkert viljað vita af þeim sem vissu hinn hræðilega sannleika. „Þegar systir mín vissi ekkert hvaðan á hana stóð veðrið ákvað ég að systkini mín yrðu að fá að vita þetta.“ Fannst afi sinn heimskur og stóð stuggur af honum Þegar Sigurbjörg sagði Guðrúnu dóttur sinni af þessum níðingshætti Odds var hún sjálf rúmlega fertug. Guðrúnu er ekki kunnugt um að hún hafi þá sagt nokkrum manni frá þessu fyrr en heldur þó að hún kunni að hafa rætt ofbeldið við móður sína. „Svo hef ég heyrt í fólki sem hún sagði þetta og þá voru viðbrögð hennar alltaf eins hún fylltist skelfingu eftir á og sleit sambandi við viðkomandi.“ Það þarf vart að spyrja en þetta hefur væntanlega breytt afstöðu þinni til afa þíns snarlega eða þér hefur ef til vill staðið stuggur af honum? „Hann dó þegar ég var 14 ára 1964. Ég vildi alltaf sem minnst hafa saman við hann að sælda, mér fannst hann heimskur, stóð stuggur af skapinu í honum og reiðiköstunum. Mamma og amma héldu mér líka markvisst frá honum. Það var frekar afstaða mín til ömmu sem breyttist.“ Þar eru auðvitað uppi stórar spurningar? „Ég elskaði ömmu Villu, hún var vel gefin og skemmtileg og gat endalaust frætt mann. Já, ég hef getað skilið hana í seinni tíð, sérstaklega eftir að hafa skrifað bókina. Það veitir öðruvísi sýn að bókstaflega setja sig í hennar spor eða þeirra.“ Reynir að setja sig í spor ömmu sinnar Guðrún var 29 ára gömul þegar amma hennar féll frá. Og lá á sæng 29 ára gömul, af öðru barni sínu og komst ekki til að vera við jarðarförina. Gafst þér einhvern tíma tækifæri á að ræða þessa fjölskyldusögu við hana eða var það kannski aldrei inni í myndinni. „Aldrei. Hún deyr áður en ég þori að segja frá. Hún var komin af prestum lengst aftur í ættir, flestir í Holti í Önundarfirði og líka í Gufudal, óskaplega ættfróð og stolt, það hafði örugglega mikið að segja um hvernig hún brást við. Guðrún hefur reynt að setja sig í spor ömmu sinnar og hefur öðlast skilning á því hvers vegna hún tók saman við afa hennar eftir að hafa slitið sig frá honum. Hún átti ekki annarra kosta völ.vísir/vilhelm Pabbi hennar framdi sjálfsmorð þegar hún var búin að búa með afa í nokkur ár. Mamma hennar dó þegar hún var ung og hún ólst fyrstu árin upp á Auðkúlu í Arnarfirði. Svo fór hún til Flateyrar með föður sínum níu ára en fékk ekki að vera hjá honum. Hann giftist ljósmóður sem átti fjölda barna og ömmu var komið fyrir á heimili á Flateyrinni. Stjúpan vildi hana ekki. Sem sagt stór ætt en ekkert náið bakland. Ein systir tveimur árum yngri sem ólst upp annars staðar.“ En maður spyr sig, hún tekur sig til og skilur við afa þinn við illan leik þegar henni verður ljóst hvernig hann er innréttaður en tekur svo saman við hann aftur? Þetta gengur manni illa að skilja? „Ekki mér. Hann var á bíl, bjó aðeins 40 mínútna akstur frá þeim mæðgum, vann vaktavinnu, hún gat átt von á honum yfir sig hvenær sem var. Hún hefur verið dauðhrædd við hann. Svo var hún útslitin og veik, það þurfti að taka úr henni legið og eitthvað fleira. Hún hefði ekki getað unnið fyrir sér og laun mömmu hefðu ekki dugað til að sjá fyrir þeim.“ Þvílíkt aldarfar. Þarna eru margþættir hlekkir og enginn annar kostur í stöðunni, í raun? „Nei. Karlinn kominn í vel launaða vinnu, frítt húsnæði og rafmagn en húsið hitað með rafmagni. Hann hefur ekki látið hana í friði. Mamma sagði mér að hann hefði tuðað, hótað, gefið henni gjafir og gert allt til að ná henni til baka. Svo vildi hann auðvitað ekki hafa þetta barn fyrir augunum og réði mömmu nauðuga sem vinnukonu til vélstjóra í virkjuninni með drenginn með sér. Þar með var helvítis karlinn laus við allar afleiðingar gerða sinna.“ Stjórnlaus fauti og níðingur Er þér kunnugt um að afi þinn hafi lagst á fleiri stúlkur en móður þína? „Allar systurnar nema eina sagði mamma. Hvað varðar kvenfólk utan fjölskyldunnar eru uppi sögur fyrir vestan, hann hraktist frá Flateyri út á Ingjaldssand við vitum ekki af hverju.“ Hann hefur verið stjórnlaus og umsvifamikill í sínum níðingshætti? „Já, ég sá hann káfa á tengdadóttur sinni en þá vorum við uppi í virkjun og 60 ára afmæli hans í undirbúningi. Kvenfólkið að undirbúa veislu en hann og einhverjir synirnir hans sátu að drykkju. Ég man ekki hverjir voru með honum. Hann káfaði á henni, hún lamdi á höndina á honum og hafði hátt. Sagði sína meiningu með látum. Guðrún er skemmtileg og viðræðugóð kona sem gerir það hreinlega mögulegt að ræða þá skelfilegu atburði sem eru undir.vísir/vilhelm Maður hennar og bræður hans sögðu ekkert en hún og maðurinn hennar fóru svo og gistu annars staðar þar til daginn eftir að veislan fór fram.“ Þetta eru ekki góðar einkunnir sem þú gefur afa þínum, og ekki að ástæðulausu? „Nei, engin ástæða til. Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi. Engu logið þar.“ Hvernig líður þér núna í dag, þegar þú hugsar til hans? „Ég er ekki lengur svona óskaplega reið og heiftug og ég var. Ég held að bókarskrifin hafi endanlega læknað það.“ Verðum sem þjóð að horfast í augu við þetta Þessir ofbeldisglæpir sem þú segir frá, afleiðingarnar snúa ekki aðeins að þolendum þeirra heldur hafa þeir haft skelfilegar afleiðingar á ættina alla? „Já. Það er þess vegna sem mér finnst þessi bók eiga erindi til fólks. Þjóðin verður að fara að hysja upp um sig buxurnar og standa með sínum konum, í stað þess að nauðga þeim og reyna að burtskýra glæpinn með því að segja að þær séu geðveikar þegar það eru einmitt afleiðingarnar af svona glæpum. Það kostar Íslendinga stórfé að ala upp nauðgara, ofbeldis og glæpamenn.“ Ef þú lítur til baka og svo til dagsins í dag, heldurðu að þetta hafi lagast frá því sem var? „Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst gríðarlega mikið. En, því miður heyrir maður allt of oft af svona glæpum. Ég var í barnaverndarnefnd í Rangárþingi í 8 ár og þá sá ég hvað það er erfitt að ná utan um svona. Þegar upp komst á einum stað um illa meðferð á börnum flutti fjölskyldan gjarna á annan stað og ekkert eða lítið samband á milli nefnda svo það gat tekið mörg ár að ná utan um málið. Við getum ekki falið okkur á bak við að svona glæpum hafi fækkað í þjóðfélaginu, við verðum að horfast í augu við þetta sem þjóð og taka á því.“ Verðum að rjúfa vítahringinn Og enn langur vegur fyrir höndum í þeim efnum? „Nákvæmlega. Við höfum biskupsmálið, Thelmu Ásdísardóttur, og fleiri og fleiri fyrir nú utan heimilin sem ríkið sjálft hefur haft umsjón með og staðið þar með að glæpum gegn börnum. Valdamikill maður kennir geðveiki dóttur sinnar um ásakanir gegn sér og telur að hún hafi fengið heila kvennahreyfingu með sér til að klekkja á honum. svolítið langsótt finnst þér ekki? Jú, ætli það ekki, svarar blaðamaður vandræðalega og Guðrún brosir nánast skelmislega við því svari. En þú sjálf, þú stendur býsna keik eftir þessar skelfingar … þú hefur væntanlega þurft að leggjast í mikla sjálfsvinnu? „Ég hef farið til sálfræðings já, og það gerði mikið gagn. Svo höfum við systkinin getað hjálpað hvort öðru ótrúlega mikið með því að tala saman, reyna að skilja, gefa hvort öðru styrk. Það hefur eiginlega skilað mestu af því að ekkert okkar hefur verið í þeim gírnum að vilja ekki ræða málin. Guðrún með bók sína, söguna sem varð að segja.vísir/vilhelm Ekkert okkar hefur viljað sitja uppi með skömm eða sektarkennd út af manninum sem ber ábyrgð á glæpnum. Við tókum öll þá ákvörðun að þegja aldrei yfir honum og höfum ekki gert það. Það þýðir nú ekki að við séum að ræða þetta við Pétur og Pál en … aðspurð þegjum við ekki.“ Nei. „Fyndið reyndar … ég er núna að ræða þetta við Pétur og Pál með bókinni. En ef hún verður til þess að vítahringurinn verður rofinn hjá einhverjum sem getur þar með hafið vegferð til bata og betra lífs þá er tilganginum náð.“ Sleit sambandi við hálfbróður sinn Valgeir, hálfbróðir Guðrúnar, elsta barn móður hennar, dó fyrir tveimur árum. Guðrún segir að hún hefði aldrei gefið þessa bók út meðan hann var lífs. Hvernig var samband ykkar? „Við vorum mjög góð systkini fyrstu árin. En svo fór hann að hafa meiri samskipti við afa, var nú líkur honum fyrir; hann gat aldrei sagt satt, drakk og tolldi illa í vinnu, virti ekki eignarétt fólks,“ segir Guðrún sem dregur ekkert undan. „Hann hafði marga góða kosti, mátti ekkert aumt sjá og vildi alltaf vera að gefa öllum eitthvað en gallarnir voru yfirþyrmandi.“ Guðrún segir frá þessu brosandi sem slær óneitanlega á alvarleika þess sem hún er að segja. „Ég hætti að tala við hann 1989 og fór til dæmis ekki í jarðarförina hans. Þú sérð af hverju þegar þú klárar bókina.“ Og það er nákvæmlega það sem hver maður ætti að gera. Fyrsta skref í að rjúfa þennan vítahring er að fá atburði af þessu tagi upp á yfirborðið svo einhver von sé að takast megi á við þá. Eins sársaukafullt og það er.
Höfundatal Bókaútgáfa Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira