Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir með öðrum hætti en flugeldakaupum. Vísir Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti. Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti.
Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54