Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2023 12:36 Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri. Egill Aðalsteinsson Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. „Hingað til höfum við einkum verið að sjá loðnu út af Vopnafjarðargrunni þar sem veiðiskipin Polar Ammassak og Tasiilak hafa verið að veiðum en við vorum að sjá lítið af loðnu fyrir sunnan það. Síðan er eitthvað lítilsháttar að ganga með landgrunnskantinum hér sem við erum út af Langanesgrunni,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu en hann er leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er núna statt úti af Langanesi. Hér má sjá feril skipsins frá því það lagði af stað í loðnuleitina frá Hafnarfirði í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun „Við munum svo halda áfram að kanna útbreiðsluna vestur með kantinum út af Norðurlandi og fyrir vestan,“ segir Birkir en þetta er annar viðbótar leitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð. Sá fyrri var í byrjun desembermánaðar og eru þeir báðir kostaðir af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vonir hafa staðið til að þessi loðnuvertíð yrði ekki minni en sú síðasta en þá veiddi íslenski flotinn 520 þúsund tonn af loðnu. Það voru því mikil vonbrigði þegar Hafrannsóknastofnun í vetrarbyrjun lagði til 218 þúsund tonna kvóta. Afleiðingin er sú að fyrir utan þrjá túra fyrir jól bíða íslensku útgerðirnar enn átekta með að hefja loðnuveiðar og vilja spara kvótann þar til loðnan nálgast sitt verðmætasta form. Þess í stað hefur uppsjávarflotinn verið að kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands meðan beðið er fregna af loðnuleitinni. Víkingur AK landaði loðnu Vopnafirði þann 13. desember. Sama dag landaði Beitir NK á Norðfirði og Venus NS kom svo einnig með loðnufarm til Vopnafjarðar.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Við þurfum að fá aðeins betri sýn á útbreiðslu loðnunnar áður en við ákveðum hvenær Bjarni Sæmundsson kemur með okkur í stofnmælingu,“ segir Birkir en sú mæling verður lögð til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð. Þegar spurt er hvort veiðiskip verði einnig fengin með í stofnmælinguna svarar Birkir: „Enn sem komið er hafa veiðiskip ekki verið munstruð í mælinguna en slíkt skýrist væntanlega líka þegar við höfum betri sýn á allar aðstæður. Við höfum náttúrulega oft stutta veðurglugga til að framkvæma mælinguna og þá getur komið sér vel að mæla með fleiri skipum. En ef mælingasvæðið er vel afmarkað og góðar veðurhorfur þá geta rannsóknaskipin tvö klárað dæmið.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
„Hingað til höfum við einkum verið að sjá loðnu út af Vopnafjarðargrunni þar sem veiðiskipin Polar Ammassak og Tasiilak hafa verið að veiðum en við vorum að sjá lítið af loðnu fyrir sunnan það. Síðan er eitthvað lítilsháttar að ganga með landgrunnskantinum hér sem við erum út af Langanesgrunni,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu en hann er leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er núna statt úti af Langanesi. Hér má sjá feril skipsins frá því það lagði af stað í loðnuleitina frá Hafnarfirði í síðustu viku.Hafrannsóknastofnun „Við munum svo halda áfram að kanna útbreiðsluna vestur með kantinum út af Norðurlandi og fyrir vestan,“ segir Birkir en þetta er annar viðbótar leitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð. Sá fyrri var í byrjun desembermánaðar og eru þeir báðir kostaðir af útgerðum uppsjávarveiðiskipa. Vonir hafa staðið til að þessi loðnuvertíð yrði ekki minni en sú síðasta en þá veiddi íslenski flotinn 520 þúsund tonn af loðnu. Það voru því mikil vonbrigði þegar Hafrannsóknastofnun í vetrarbyrjun lagði til 218 þúsund tonna kvóta. Afleiðingin er sú að fyrir utan þrjá túra fyrir jól bíða íslensku útgerðirnar enn átekta með að hefja loðnuveiðar og vilja spara kvótann þar til loðnan nálgast sitt verðmætasta form. Þess í stað hefur uppsjávarflotinn verið að kolmunnaveiðum milli Færeyja og Skotlands meðan beðið er fregna af loðnuleitinni. Víkingur AK landaði loðnu Vopnafirði þann 13. desember. Sama dag landaði Beitir NK á Norðfirði og Venus NS kom svo einnig með loðnufarm til Vopnafjarðar.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að þessi aukaleiðangur geti varað í 1-2 vikur en hann verður síðan nýttur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við en sú stofnmæling verður alfarið kostuð af Hafrannsóknastofnun. „Við þurfum að fá aðeins betri sýn á útbreiðslu loðnunnar áður en við ákveðum hvenær Bjarni Sæmundsson kemur með okkur í stofnmælingu,“ segir Birkir en sú mæling verður lögð til grundvallar að lokaveiðiráðgjöf á loðnu á þessari vertíð. Þegar spurt er hvort veiðiskip verði einnig fengin með í stofnmælinguna svarar Birkir: „Enn sem komið er hafa veiðiskip ekki verið munstruð í mælinguna en slíkt skýrist væntanlega líka þegar við höfum betri sýn á allar aðstæður. Við höfum náttúrulega oft stutta veðurglugga til að framkvæma mælinguna og þá getur komið sér vel að mæla með fleiri skipum. En ef mælingasvæðið er vel afmarkað og góðar veðurhorfur þá geta rannsóknaskipin tvö klárað dæmið.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. 11. janúar 2023 11:46
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24