Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 13:52 Farþegum Strætó í leið 18 var vísað út úr vögnunum í gær við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Framkvæmdastjóri Strætó segir málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes. Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes.
Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira