Sérfræðingur Sky Sports fór yfir brot Man. City: Hundrað brot á níu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 14:16 Pep Guardiola sést hér áhyggjufullur í tapi Manchester City á móti Tottenham Hotspur um helgina. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildin heldur því fram að Manchester City hafi brotið um hundrað reglur um rekstur fótboltafélaga á níu ára tímabili. Englandsmeistarnir hafa nú verið ákærðir fyrir þau meintu reglubrot. Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira
Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Sjá meira