Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Atli Viðar Thorstensen skrifar 7. febrúar 2023 17:01 Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tyrkland Hjálparstarf Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun