Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2023 22:45 Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í viðtali við fréttastofu síðdegis um loðnuna í Húnaflóa. Arnar Halldórsson Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson væri síðustu níu daga búið að þræða miðin út af Vestfjörðum og inn á Húnaflóa. Leitarferill Árna Friðrikssonar dagana 12. til 21. febrúar.Hafrannsóknastofnun „Þetta var umtalsvert magn sem var að sjást þarna inni í Húnaflóa,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, en loðnan þar er að nálgast hrygningu. Þar til nánari útreikningar liggja fyrir um magnið ráðlagði stofnunin strax í dag minnst eitthundrað þúsund tonna kvótaaukningu og það er sagt varlega áætlað. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Einar Árnason Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað segist forstjórinn Gunnþór Ingvason hafa fulla trú á því að flotanum takist að veiða viðbótarkvótann. Verðmæti hundrað þúsund tonna aukningar áætlar hann milli átta og tíu milljarða króna. Gunnþór kveðst raunar trúa því að viðbótin verði enn meiri, jafnvel 150 þúsund tonn. Loðnuflotinn hefur undanfarna daga verið að fylgja loðnugöngu vestur með suðurströndinni að hefðbundnum hrygningarstöðvum. Hafrannsóknastofnun mælist til þess að útgerðir gangi ekki of nærri þeirri göngu heldur snúið sér meira að loðnunni fyrir norðan en hún er einnig að nálgast hrygningu. Frá loðnuveiðum úti fyrir Dyrhólaey.Björn Steinbekk „Vð höfum séð hrygningu fyrir norðan. Það er ekki langt síðan það var töluverð hrygning fyrir norðan. En þetta er auðsjáanlega breytilegt milli ára. Og þetta hefur sérstaklega verið að gerast með hlýnandi loftslagi og hlýrri sjó,“ segir Guðmundur, sem vonast til að fyrir helgi geti endanleg ráðgjöf um loðnukvóta vertíðarinnar legið fyrir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum. 22. febrúar 2023 14:30 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 „Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00 Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson væri síðustu níu daga búið að þræða miðin út af Vestfjörðum og inn á Húnaflóa. Leitarferill Árna Friðrikssonar dagana 12. til 21. febrúar.Hafrannsóknastofnun „Þetta var umtalsvert magn sem var að sjást þarna inni í Húnaflóa,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, en loðnan þar er að nálgast hrygningu. Þar til nánari útreikningar liggja fyrir um magnið ráðlagði stofnunin strax í dag minnst eitthundrað þúsund tonna kvótaaukningu og það er sagt varlega áætlað. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.Einar Árnason Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað segist forstjórinn Gunnþór Ingvason hafa fulla trú á því að flotanum takist að veiða viðbótarkvótann. Verðmæti hundrað þúsund tonna aukningar áætlar hann milli átta og tíu milljarða króna. Gunnþór kveðst raunar trúa því að viðbótin verði enn meiri, jafnvel 150 þúsund tonn. Loðnuflotinn hefur undanfarna daga verið að fylgja loðnugöngu vestur með suðurströndinni að hefðbundnum hrygningarstöðvum. Hafrannsóknastofnun mælist til þess að útgerðir gangi ekki of nærri þeirri göngu heldur snúið sér meira að loðnunni fyrir norðan en hún er einnig að nálgast hrygningu. Frá loðnuveiðum úti fyrir Dyrhólaey.Björn Steinbekk „Vð höfum séð hrygningu fyrir norðan. Það er ekki langt síðan það var töluverð hrygning fyrir norðan. En þetta er auðsjáanlega breytilegt milli ára. Og þetta hefur sérstaklega verið að gerast með hlýnandi loftslagi og hlýrri sjó,“ segir Guðmundur, sem vonast til að fyrir helgi geti endanleg ráðgjöf um loðnukvóta vertíðarinnar legið fyrir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Síldarvinnslan Brim Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum. 22. febrúar 2023 14:30 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 „Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00 Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum. 22. febrúar 2023 14:30
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00
„Alltaf brælur í kortunum, lægðagangur og ógeð“ Loðnuvertíðin er að fara á fulla ferð þessa dagana og styttist í að loðnan verði hæf til frystingar á Japansmarkað. Síendurteknar brælur eru hins vegar í veðurkortunum og gætu hamlað veiðum. 9. febrúar 2023 21:00
Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar. 3. febrúar 2023 10:54