Tryggðu sér sæti í úrslitum á troðfullum Emirates velli: „Vonandi verður þetta bara normið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 20:30 Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttunni í leik gærkvöldsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Þýska liðið Wolfsburg komst í gærkvöldi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Arsenal 3-2 á Emirates vellinum í gærkvöldi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 2-2 og því varð að framlengja leikinn. Sigurmarkið kom rétt fyrir lok framlengingarinnar, en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði einnig 2-2. „Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira
„Þetta var bara klikkað. Geggjaður völlur og bara draumur og ég er ótrúlega spennt fyrir úrslitaleiknum,“ sagði Sveindís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég er án gríns bara orðlaus enn þá. Þetta var klikkað. Ég man bara eftir því að hafa hlaupið inn á völlinn og hugsað að þetta hljóti að vera búið núna. Við vorum ekki að fara að fá okkur annað mark á lokasekúndunum,“ sgði Sveindís um sigurmarkið sem Pauline Bremer skoraði seint í framlengingunni. „Þetta var geggjuð tilfinning, en á sama tíma svolítið leiðinlegt fyrir Arsenal-stelpurnar sem börðust ótrúlega vel. Ég hef fundið fyrir svona vondri tilfinningu áður og maður fann svona svolítið til með þeim.“ Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleiknum þann 3. júní í Eindhoven á 35.000 manna velli. „Við spiluðum við þær í fyrra og fengum smá skell í fyrri leiknum úti. En við unnum þær svo heima, en það var ekki nóg fyrir okkur. Við kunnum allavega alveg svolítið á þær núna og við munum bara fara mjög vel yfir þær.“ Klippa: Þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslitaleik „Vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt“ Sveindís sem er aðeins 21 árs lék með Blikum í efstu deild á Íslandi fyrir þremur árum. Nú er hún á leiðinni í stærsta fótboltaleik ársins. „Það var allavega ekki það sem ég hafði séð fyrir mér fyrir þremur árum,“ sagði Sveindís hógvær. „En auðvitað ætlaði maður alltaf að ná langt, en ég vissi ekki að þetta myndi gerast svona fljótt. Mér líður samt eins og það sé miklu lengra síðan ég var á Íslandi, en ég er ánægð með það hvernig þetta hefur farið og hvernig þetta hefur gengið.“ Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu undanfarin ár og fara leikir nú ítrekað fram á risavöllum út um alla Evrópu og oftar en ekki uppselt. „Maður sér þetta bara þegar maður fer á samfélagsmiðla eða Instagram eða eitthvað að þá er alltaf eitthvað verið að tala um kvennaboltann og það er bara geggjað. Líka bara að fá að spila á þessum stóru völlum og að við séum að fylla þá líka, það sýnir bara að það er allt hægt og að kvennaboltinn sé á uppleið. Vonandi verður þetta bara normið í framtíðinni,“ sagði Sveindís að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Leik lokið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Sjá meira