Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 16:09 Teikning listamanns af stjörnunni ZTF SLRN-2020 gleypa gasrisa. International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/M. Garlick/M. Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira
Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira