Græðgin flytur fljót Snæbjörn Guðmundsson skrifar 12. maí 2023 08:31 Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti. Hörgá er þriðja mesta vatnsfall Eyjafjarðar, með breitt og mikið vatnasvið úr djúpum dölum Tröllaskagans, og hefur í ánni löngum þrifist vænn stofn sjóbleikju og á síðari árum urriða. Því miður á lífríki íslenskra vatnsfalla nú mjög undir högg að sækja, og bleikjustofnar veslast hratt upp vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna. Af þeim sökum er það skylda okkar að umgangast straumvatnslífríki af sérstaklega mikilli virðingu og aðgát, forðast sem allra mest rask og setja strangar skorður við malartekju því það er ljóst að tilvist margra tegunda lífvera í íslenskum ám hangir á bláþræði. Um miðjan apríl síðastliðinn mættu jarðýtur og fjöldi skurðgrafa á bakka Hörgár neðan við Krossastaði á Þelamörk. Þar hófu þær að róta í ánni á umfangsmiklu svæði og moka upp möl í risastóra hauga í miðjum árfarveginum, án efa sem fylliefni í steypu. Þótt Hörgá hafi lengi verið ofnýtt við malartekju keyrir nú um þverbak. Með þessari grein fylgja tvær myndir, sú fyrri tekin frá hringveginum þann 22. apríl síðastliðinn en sú síðari frá sama stað þann 5. maí. Á þeim sést hvernig farvegi Hörgár hefur verið umturnað og henni kastað bakka á milli á mörg hundruð metra kafla, á meðan gröfur hamast vægðarlaust í farveginum eins og hverjum öðrum drullupolli. Á efri myndinni sést að áin rennur í tveimur kvíslum og hafa þær verið aðskildar með malarbunkum úr farveginum. Þar sjást líka tvær gröfur að róta í annarri kvíslinni, þeirri vestari. Á neðri myndinni sést að eystri kvíslin hefur verið stífluð, farvegurinn að mestu þurrkaður upp og áin færð til þannig að hún rennur í einum ál með vesturbakkanum. Skv. Mati á búsvæðum bleikjuseiða í Hörgá og Öxnadalsá frá 2011 var Hörgá talin hafa á þessum kafla „einstaklega hentuga botngerð fyrir bleikjuseiði“. Rótið í ánni á þessum stað mun af augljósum ástæðum raska jafnvægi í farvegi hennar og hafa ófyrirsjáanleg áhrif á streymi hennar og lífríki langt upp og niður farveginn. Aðfarirnar eru slíkar að öllu hugsandi fólki hlýtur að blöskra. Aðsend Að þessu ruddalega áhlaupi að Hörgá stendur fyrirtækið Skútaberg, sem á hlut í jörðinni Krossastöðum þar sem ósköpin dynja nú yfir. Fyrirtækið hefur síðustu ár vakið töluverða athygli fyrir óvenju slælega umgengni við umhverfi, samfélag og náttúru. Fyrirtækið keypti fyrir hartnær fimmtán árum eyðibýlið Skúta uppi í Moldhaugnahálsi og hefur þar búið sér til athafnasvæði og námu við takmarkaða hrifningu margra Eyfirðinga. Síðustu misseri hefur fyrirtækið dundað sér við að færa ýmiss konar úr sér genginn tækjabúnað frá lóð sinni við Sjafnarnes á Akureyri upp í Moldhaugnaháls. Síðast fyrir minna en mánuði lét af því tilefni Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, hafa eftir sér í viðtali við Vikublaðið á Akureyri: „Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri.“ Aðsend Allt bendir í sömu átt. Þau leyfi sem sögð eru liggja til grundvallar þessari ribbaldalegu atlögu að Hörgá sýnast vera kolólögleg og framkvæmdin órafjarri því sem lagt var upp með í umhverfismati. Það verður því umsvifalaust að koma böndum á framkvæmdir Skútabergs. Hörgá er ekki frekar en önnur íslensk vatnsföll viðfang og einkaeign steypu- og verktakafyrirtækis til að sýsla með og umgangast á hvern þann hátt sem eigendum þess sýnist. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið hafa kært leyfisveitingarnar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og farið fram á tafarlausa stöðvun á efnistöku úr árfarveginum. Á tímum aðsteðjandi ógna við lífríki jarðar er ólíðandi að litið sé framhjá þeirri óhæfu sem á sér stað við Hörgá. Kjörnir fulltrúar, opinberar stofnanir sem og almenningur verða að rækja skyldur sínar og verja náttúruna fyrir slíkum skemmdarverkum. Náttúran ver sig ekki sjálf. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Hörgársveit Mest lesið Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar Skoðun Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lærdómur ársins 2024 Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Orkuskipti fyrir betri heim Ívar Kristinn Jasonarson skrifar Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti. Hörgá er þriðja mesta vatnsfall Eyjafjarðar, með breitt og mikið vatnasvið úr djúpum dölum Tröllaskagans, og hefur í ánni löngum þrifist vænn stofn sjóbleikju og á síðari árum urriða. Því miður á lífríki íslenskra vatnsfalla nú mjög undir högg að sækja, og bleikjustofnar veslast hratt upp vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna. Af þeim sökum er það skylda okkar að umgangast straumvatnslífríki af sérstaklega mikilli virðingu og aðgát, forðast sem allra mest rask og setja strangar skorður við malartekju því það er ljóst að tilvist margra tegunda lífvera í íslenskum ám hangir á bláþræði. Um miðjan apríl síðastliðinn mættu jarðýtur og fjöldi skurðgrafa á bakka Hörgár neðan við Krossastaði á Þelamörk. Þar hófu þær að róta í ánni á umfangsmiklu svæði og moka upp möl í risastóra hauga í miðjum árfarveginum, án efa sem fylliefni í steypu. Þótt Hörgá hafi lengi verið ofnýtt við malartekju keyrir nú um þverbak. Með þessari grein fylgja tvær myndir, sú fyrri tekin frá hringveginum þann 22. apríl síðastliðinn en sú síðari frá sama stað þann 5. maí. Á þeim sést hvernig farvegi Hörgár hefur verið umturnað og henni kastað bakka á milli á mörg hundruð metra kafla, á meðan gröfur hamast vægðarlaust í farveginum eins og hverjum öðrum drullupolli. Á efri myndinni sést að áin rennur í tveimur kvíslum og hafa þær verið aðskildar með malarbunkum úr farveginum. Þar sjást líka tvær gröfur að róta í annarri kvíslinni, þeirri vestari. Á neðri myndinni sést að eystri kvíslin hefur verið stífluð, farvegurinn að mestu þurrkaður upp og áin færð til þannig að hún rennur í einum ál með vesturbakkanum. Skv. Mati á búsvæðum bleikjuseiða í Hörgá og Öxnadalsá frá 2011 var Hörgá talin hafa á þessum kafla „einstaklega hentuga botngerð fyrir bleikjuseiði“. Rótið í ánni á þessum stað mun af augljósum ástæðum raska jafnvægi í farvegi hennar og hafa ófyrirsjáanleg áhrif á streymi hennar og lífríki langt upp og niður farveginn. Aðfarirnar eru slíkar að öllu hugsandi fólki hlýtur að blöskra. Aðsend Að þessu ruddalega áhlaupi að Hörgá stendur fyrirtækið Skútaberg, sem á hlut í jörðinni Krossastöðum þar sem ósköpin dynja nú yfir. Fyrirtækið hefur síðustu ár vakið töluverða athygli fyrir óvenju slælega umgengni við umhverfi, samfélag og náttúru. Fyrirtækið keypti fyrir hartnær fimmtán árum eyðibýlið Skúta uppi í Moldhaugnahálsi og hefur þar búið sér til athafnasvæði og námu við takmarkaða hrifningu margra Eyfirðinga. Síðustu misseri hefur fyrirtækið dundað sér við að færa ýmiss konar úr sér genginn tækjabúnað frá lóð sinni við Sjafnarnes á Akureyri upp í Moldhaugnaháls. Síðast fyrir minna en mánuði lét af því tilefni Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, hafa eftir sér í viðtali við Vikublaðið á Akureyri: „Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri.“ Aðsend Allt bendir í sömu átt. Þau leyfi sem sögð eru liggja til grundvallar þessari ribbaldalegu atlögu að Hörgá sýnast vera kolólögleg og framkvæmdin órafjarri því sem lagt var upp með í umhverfismati. Það verður því umsvifalaust að koma böndum á framkvæmdir Skútabergs. Hörgá er ekki frekar en önnur íslensk vatnsföll viðfang og einkaeign steypu- og verktakafyrirtækis til að sýsla með og umgangast á hvern þann hátt sem eigendum þess sýnist. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið hafa kært leyfisveitingarnar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og farið fram á tafarlausa stöðvun á efnistöku úr árfarveginum. Á tímum aðsteðjandi ógna við lífríki jarðar er ólíðandi að litið sé framhjá þeirri óhæfu sem á sér stað við Hörgá. Kjörnir fulltrúar, opinberar stofnanir sem og almenningur verða að rækja skyldur sínar og verja náttúruna fyrir slíkum skemmdarverkum. Náttúran ver sig ekki sjálf. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund skrifar
Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir,Thor Aspelund Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun