Besta upphitunin: „Þetta var djöfulsins puð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 16:00 Sandra Sigurðardóttir er leikjahæst í sögu efstu deildar á Íslandi. stöð 2 sport Sandra Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna. Á vordögum tilkynnti Sandra að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Hann hófst hjá Þór/KA/KS, þaðan fór Sandra í Stjörnuna, millilenti eitt tímabil í Svíþjóð og endaði ferilinn svo í Val. Dvöl Söndru í Svíþjóð varð styttri en hún átti að vera. „Þetta leit út fyrir að vera mjög spennandi og var það alveg, að komast í sænsku deildina og prófa að taka þetta stökk, að spila í atvinnumennsku. Í sjálfu sér held ég að ég hafi grætt eitthvað á því en að sama skapi var þetta djöfulsins puð,“ sagði Sandra. „Ég fékk samning, var á einhverjum launum en átti að vinna líka. Ég vann við að þrífa hús og held ég hafi fengið meira líkamlega út úr því að gera það fyrri part dags en úr æfingum seinni part. Þetta var puð, hark og erfitt. Þetta átti ekki að vera svona og þeir stóðu ekkert við allt. Það varð til þess að ég kom heim.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Þrátt fyrir þessa slæmu reynslu af atvinnumennsku íhugaði Sandra að reyna aftur fyrir sér í henni. „Það komu alveg upp tilboð en mér fannst það ekki nógu spennandi. Ég var líka komin með fjölskyldu og í námi. Ég sé ekkert eftir því að klára það og starfa við það,“ sagði sjúkraþjálfarinn Sandra. „Ég sé ekki eftir neinu en ég hefði alveg verið til.“ Horfa má á upphitunina fyrir 5. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Á vordögum tilkynnti Sandra að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Hann hófst hjá Þór/KA/KS, þaðan fór Sandra í Stjörnuna, millilenti eitt tímabil í Svíþjóð og endaði ferilinn svo í Val. Dvöl Söndru í Svíþjóð varð styttri en hún átti að vera. „Þetta leit út fyrir að vera mjög spennandi og var það alveg, að komast í sænsku deildina og prófa að taka þetta stökk, að spila í atvinnumennsku. Í sjálfu sér held ég að ég hafi grætt eitthvað á því en að sama skapi var þetta djöfulsins puð,“ sagði Sandra. „Ég fékk samning, var á einhverjum launum en átti að vinna líka. Ég vann við að þrífa hús og held ég hafi fengið meira líkamlega út úr því að gera það fyrri part dags en úr æfingum seinni part. Þetta var puð, hark og erfitt. Þetta átti ekki að vera svona og þeir stóðu ekkert við allt. Það varð til þess að ég kom heim.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Þrátt fyrir þessa slæmu reynslu af atvinnumennsku íhugaði Sandra að reyna aftur fyrir sér í henni. „Það komu alveg upp tilboð en mér fannst það ekki nógu spennandi. Ég var líka komin með fjölskyldu og í námi. Ég sé ekkert eftir því að klára það og starfa við það,“ sagði sjúkraþjálfarinn Sandra. „Ég sé ekki eftir neinu en ég hefði alveg verið til.“ Horfa má á upphitunina fyrir 5. umferð Bestu deild kvenna í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira