Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 14:38 Arndís Kristín þakkaði Jóni fyrir skýr svör, það lægi þá fyrir að Leiðtogafundurinn hafi verið nýttur til að vígbúa lögregluna án þess að nokkur umræða hafi farið fram þar um. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira