Stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 15:04 Bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa áhyggjur af stöðu riðumála eins og bændur í öðrum landshlutu, ekki síst eftir að riða greindist á tveimur bæjum í sýslunni við hliðina á þeim, Vestur-Húnavatnssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að sauðfjárbændur í Austur Húnavatnssýslu séu á nálum yfir því að riða getið komi upp á svæði þeirra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum í Vestur Húnavatnssýslu í vor. Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur. Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur.
Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira