Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi Tryggvi Felixson skrifar 2. júní 2023 10:31 Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Kópavogur Sorpa Kirkjugarðar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Reyndin sýnir því miður annað. SORPA hefur formlega, síðast árið 2016, bent á að flytja þurfi endurvinnslustöðina af Dalvegi. Upphaflega hentaði sú staðsetning vel til að þjóna íbúum Kópavogs og að hluta til íbúum í Garðabæ og Reykjavík. En endurvinnslustöð á þessum stað annaði ekki lengur að mati Sorpu vaxandi magni úrgangs og umferð og því var óskað eftir að bærinn skipulegði nýja lóð til að hýsa endurvinnslu í Kópavogsbæ. Við þessari ósk hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki brugðist öll þessi ár. Hins vegar skrifaði bæjarstjóri Kópavogs, öllum að óvörum, bréf til Sorpu í október 2022 og gaf frest til ársins 2024 til að Sorpa kæmi sér burt af Dalvegi með vísan til gildandi aðalskipulags sem nær til ársins 2040. Kópavogsbær ber ábyrgð á skipulagi sveitarfélagsins. Eins og önnur sveitarfélög innan byggðasamlagsins Sorpu hefur bærinn lagt fram land til að taka við úrgangi til endurvinnslu á sínu svæði. Af því að Kópavogur hafði ekki orðið við ósk um að finna nýja lóð var ákveðið að SORPA setti á laggirnar vinnuhóp fagfólks til að leita hentugs staðar. Í hópnum sátu auk sérfræðinga Sorpu, tveir sérfræðingar frá Kópavogi og tveir frá Garðabæ. Niðurstaða hópsins birtist nýlega í skýrslu. Þar voru kynntar nútímalegar og betri lausnir fyrir yfirbyggða endurvinnslustöð sem valda minna álagi á nærumhverfið, sem menn hljóta að fagna. Hins vegar olli sjálf tillagan að staðarvali fjaðrafoki. Hugsanlega aðallega vegna þess hvernig henni var varpað fram án fullnægjandi skýringa eða samtals. Að vanda varpar meiri hlutinn í bæjarstjórn Kópavogs frá sér allri ábyrgð á stöðu málsins. Þetta kemur skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnafundi í Kópavogi þann 24. maí sl. Skilja má suma fulltrúa meirihlutans sem svo að þeir vilji helst losna alfarið við að hafa endurvinnslustöð í Kópavogi, næsta fjölmennasta bæjarfélagi landsins, og láta nágrannasveitafélögin sjá um þetta mikilvæga og nauðsynlega viðfangsefni. Mikill úrgangur er fylgifiskur velsældar og neyslu. Íslendingar eru því sem næst Evrópumeistarar á þessu sviði. Úrgangur er í raun „auðlind á villigötum“. Það er nauðsynlegt, framsækið og flókið úrlausnarefni að koma úrgangi í hringrás. Allra best er að draga úr magni úrgangs og umfangi sóunar á öllum sviðum. Sveitastjórnir gegna lögbundnu lykilhlutverk til að þetta megi takast. Þær mega ekki koma sér undan ábyrgð og varpa henni á aðra. Í Kópavogi þarf að bretta upp ermar og virkja bæði þekkingu og pólitískt þor. Þeir sem koma á Sorpustöðina við Dalveg gera sér almennt grein fyrir því að eins og málum er nú háttað er starfsemin bráðnauðsynleg fyrir bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Nákvæmlega þessi staðsetning endurvinnslustöðvarinnar þarf ekki að vera lausnin um alla framtíð. En bæjarfélagið verður, í góðu samtali við fólk og fyrirtæki, að búa í haginn fyrir þær breytingar sem kallað er eftir í gildandi aðalskipulagi og finna nýja staðsetningu í samstarfi við Garðabæ. Ef loka á núverandi stöð þarf að vera fullljóst hvað á að taka við. Að varpa ábyrgðinni yfir á aðra eins og bæjarstjórinn og formaður bæjarráðs gera, er ekki stórmannlegt. Stjórnsýslu bæjarins í úrgangsmálum Kópavogs þarf að bæta eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Það er grundvallaratriði að málin séu rædd og ígrunduð í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og lýðræðislega vinnubrögð, áður en bæjarstjóri Kópavogs hleypur upp til handa og fóta. Það getur orðið dýrt spaug fyrir bæjarfélagið þegar svona er staðið að málum. Þetta er því miður aðeins eitt dæmi af mörgum. Höfundur er íbúi í Kópavogi og situr í stjórn félagsins Vinir Kópavogs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun