Óttast að Gísli Þorgeir verði frá í að minnsta kosti sex mánuði og EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 09:59 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið gegn Barcelona. Marius Becker/Getty Images Bennet Wiegert, þjálfari Evrópumeistara Magdeburgar, óttast að íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson verði frá næsta hálfa árið eða svo eftir að leikmaðurinn fór úr axlarlið í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en sneri aftur og hjálpaði liðinu að verða Evrópumeistari. Gísli Þorgeir var stór ástæða þess að Magdeburg fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni. Eftir að hafa meiðst illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona var ekki talið líklegt að hann myndi taka þátt í úrslitaleiknum gegn Kielce. Hinn 23 ára gamli Gísli Þorgeir var svo valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann spilaði úrslitaleikinn aðeins degi eftir að hafa farið úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum. Þjálfarinn ekki bjartsýnn Í dag birtist viðtal við Wiegert í þýska dagblaðinu Bild. Þar segist þjálfarinn vonast til þess að Gísli Þorgeir komist í aðgerð í næstu viku. Wiegert tekur einnig fram að leikmaðurinn ráði hvar og hjá hverjum hann fari í aðgerð. Wiegert tekur fram að Magdeburg viti ekki hversu lengi Gísli Þorgeir verði frá keppni en hann telur þó að um hálft ár sé að ræða. Það komi í ljós eftir aðgerðina. Fari svo að Gísli Þorgeir verði frá keppni í sex mánuði þá er hann ekki að koma til baka fyrr en Evrópumótið í Þýskalandi hefst í janúar næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Gísli Þorgeir var stór ástæða þess að Magdeburg fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni. Eftir að hafa meiðst illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona var ekki talið líklegt að hann myndi taka þátt í úrslitaleiknum gegn Kielce. Hinn 23 ára gamli Gísli Þorgeir var svo valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar en hann spilaði úrslitaleikinn aðeins degi eftir að hafa farið úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum. Þjálfarinn ekki bjartsýnn Í dag birtist viðtal við Wiegert í þýska dagblaðinu Bild. Þar segist þjálfarinn vonast til þess að Gísli Þorgeir komist í aðgerð í næstu viku. Wiegert tekur einnig fram að leikmaðurinn ráði hvar og hjá hverjum hann fari í aðgerð. Wiegert tekur fram að Magdeburg viti ekki hversu lengi Gísli Þorgeir verði frá keppni en hann telur þó að um hálft ár sé að ræða. Það komi í ljós eftir aðgerðina. Fari svo að Gísli Þorgeir verði frá keppni í sex mánuði þá er hann ekki að koma til baka fyrr en Evrópumótið í Þýskalandi hefst í janúar næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. 21. júní 2023 07:30
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13