Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 09:02 Leiknismenn nutu sín í botn, rétt eins og Leiknisgoðsögnin Hannes Þór Halldórsson gerði á sínum tíma en hann var núna á meðal foreldra á mótinu. Stöð 2 Sport „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. Stefán Árni Pálsson var á Akranesi um síðustu helgi og ræddi við unga sem aldna í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hér að neðan má nú sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Norðurálsmótið 2023 Á Norðurálsmótinu eru margir keppendur að spila á sínu fyrsta stóra móti, og ekki síður að prófa í fyrsta sinn að gista með liðsfélögum sínum, án pabba og mömmu. Ekki var þó að heyra á viðmælendum Stefáns að það væri neitt tiltökumál, að minnsta kosti þegar spurt var um hábjartan dag. Mótið hófst á eins dags keppni 8. flokks en svo tók 7. flokkurinn við, og að þessu sinni voru bæði stráka- og stelpulið með, en mótið var áður ætlað strákaliðum. „Það er bara skemmtilegt að spila á móti strákum, og berjast,“ sagði ein af ungum Skagastúlkum sem Stefán ræddi við. Maður þarf líka bara að vera svolítið sterkur,“ bætti vinkona hennar við. Þessar hressu Skagastelpur höfðu gaman af því að spila við strákalið á heimavelli.Stöð 2 Sport „Ætlum bara að skora milljón mörk“ Stefán ræddi einnig við Valsara og Njarðvíking, fyrir leik liðanna, og spurði hvernig þeir ætluðu að fara að því að vinna: „Við spilum úti en þeir eru alltaf inni,“ sagði Valsarinn, greinilega vel meðvitaður um Reykjaneshöllina og skort á knattspyrnuhöllum í Reykjavík. „Við ætlum bara að skora milljón mörk,“ sagði Njarðvíkingurinn hins vegar. Nóg var um að vera utan vallar einnig og hitti Stefán Árni meðal annars á Þorlákshafnarbúa sem bakaði pönnukökur í sendiferðabíl sínum. Baksturinn gekk reyndar misjafnlega, sérstaklega með truflun vegna viðtals, en eftirspurnin var mikil eftir pönnsunum. „Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað“ Í matsalnum var einnig mikið líf og þar var staddur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands á báðum stórmótunum sem karlalandsliðið hefur farið á, mættur að sjá son sinn og fleiri. „Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði þegar maður var polli, svo það er gaman að geta upplifað þetta núna í gegnum börnin sín,“ sagði Hannes og tók undir að mótið minnti á stórmótin sem hann hefði farið á. „Þetta gerist ekki stærra. Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað.“ Sumarmótin eru á Stöð 2 Sport. Næsta mót í röðinni er Orkumótið í Vestmannaeyjum sem fram fer nú um helgina. Sumarmótin Fótbolti Akranes Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Sjá meira
Stefán Árni Pálsson var á Akranesi um síðustu helgi og ræddi við unga sem aldna í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hér að neðan má nú sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Norðurálsmótið 2023 Á Norðurálsmótinu eru margir keppendur að spila á sínu fyrsta stóra móti, og ekki síður að prófa í fyrsta sinn að gista með liðsfélögum sínum, án pabba og mömmu. Ekki var þó að heyra á viðmælendum Stefáns að það væri neitt tiltökumál, að minnsta kosti þegar spurt var um hábjartan dag. Mótið hófst á eins dags keppni 8. flokks en svo tók 7. flokkurinn við, og að þessu sinni voru bæði stráka- og stelpulið með, en mótið var áður ætlað strákaliðum. „Það er bara skemmtilegt að spila á móti strákum, og berjast,“ sagði ein af ungum Skagastúlkum sem Stefán ræddi við. Maður þarf líka bara að vera svolítið sterkur,“ bætti vinkona hennar við. Þessar hressu Skagastelpur höfðu gaman af því að spila við strákalið á heimavelli.Stöð 2 Sport „Ætlum bara að skora milljón mörk“ Stefán ræddi einnig við Valsara og Njarðvíking, fyrir leik liðanna, og spurði hvernig þeir ætluðu að fara að því að vinna: „Við spilum úti en þeir eru alltaf inni,“ sagði Valsarinn, greinilega vel meðvitaður um Reykjaneshöllina og skort á knattspyrnuhöllum í Reykjavík. „Við ætlum bara að skora milljón mörk,“ sagði Njarðvíkingurinn hins vegar. Nóg var um að vera utan vallar einnig og hitti Stefán Árni meðal annars á Þorlákshafnarbúa sem bakaði pönnukökur í sendiferðabíl sínum. Baksturinn gekk reyndar misjafnlega, sérstaklega með truflun vegna viðtals, en eftirspurnin var mikil eftir pönnsunum. „Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað“ Í matsalnum var einnig mikið líf og þar var staddur Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands á báðum stórmótunum sem karlalandsliðið hefur farið á, mættur að sjá son sinn og fleiri. „Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði þegar maður var polli, svo það er gaman að geta upplifað þetta núna í gegnum börnin sín,“ sagði Hannes og tók undir að mótið minnti á stórmótin sem hann hefði farið á. „Þetta gerist ekki stærra. Í hugum barnanna er þetta stórmót og ekkert annað.“ Sumarmótin eru á Stöð 2 Sport. Næsta mót í röðinni er Orkumótið í Vestmannaeyjum sem fram fer nú um helgina.
Sumarmótin Fótbolti Akranes Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Sjá meira