Himnalengjan sem hefur slegið í gegn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 10:42 Christo Lamprecht hefur farið vel af stað á Opna breska meistaramótinu. getty/Gregory Shamus Senuþjófur fyrstu klukkutímanna á Opna breska meistaramótinu í golfi er suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lamprecht. Hann vann áhugamannamót í síðasta mánuði og tryggði sér þar með þátttökurétt á Opna breska 2023 og Masters og Opna bandaríska 2024. Lamprecht hefur farið heldur betur vel af stað á fyrsta risamóti sínu og þegar þetta er skrifað er hann með forystu á Opna breska. Hann hefur leikið fyrstu fjórtán holurnar á fjórum höggum undir pari líkt og Thomas Pieters frá Belgíu. Hinn 22 ára Lamprecht er óvenju hávaxinn af kylfingi að vera, eða 2,03 metrar á hæð. Hann hefur þó ekki bara vakið athygli fyrir það heldur einnig ljómandi góða spilamennsku á Opna breska sem hófst í morgun. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á tveimur höggum undir pari og Cameron Smith, sem á titil að verja á Opna breska, er á pari eftir fimm holur. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hann vann áhugamannamót í síðasta mánuði og tryggði sér þar með þátttökurétt á Opna breska 2023 og Masters og Opna bandaríska 2024. Lamprecht hefur farið heldur betur vel af stað á fyrsta risamóti sínu og þegar þetta er skrifað er hann með forystu á Opna breska. Hann hefur leikið fyrstu fjórtán holurnar á fjórum höggum undir pari líkt og Thomas Pieters frá Belgíu. Hinn 22 ára Lamprecht er óvenju hávaxinn af kylfingi að vera, eða 2,03 metrar á hæð. Hann hefur þó ekki bara vakið athygli fyrir það heldur einnig ljómandi góða spilamennsku á Opna breska sem hófst í morgun. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er á tveimur höggum undir pari og Cameron Smith, sem á titil að verja á Opna breska, er á pari eftir fimm holur. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira