Sjáðu þrennuna: Þjálfari Orra aldrei haft betri slúttara Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 10:31 Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld. Getty/Lars Ronbog Þó að Jacob Neestrup, FH-ingurinn fyrrverandi sem nú þjálfar FC Kaupmannahöfn, hafi verið afar gagnrýninn á sitt lið eftir leikinn við Breiðablik í gærkvöld þá hrósaði hann Orra Steini Óskarssyni í hástert. Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK. Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira
Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK.
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Sjá meira