Erfitt að kyngja en … Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 16:01 Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun