Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - KR 4-1 | Víkingur fjórða skiptið í röð í bikarúrslit Andri Már Eggertsson skrifar 16. ágúst 2023 22:00 Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 4-1 sigur gegn KR og tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins í fjórða skipti í röð. Heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en KR minnkaði muninn í síðari hálfleik og gestirnir fengu færi til að jafna. Það var síðan varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem bætti við tveimur mörkum og kláraði leikinn. Fyrirliðarnir heilsast fyrir leikVísir/Hulda Margrét Það var troðfullt í Víkinni þegar Víkingur og KR mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Hinn undanúrslitaleikurinn milli KA og Breiðabliks var spilaður í upphafi júlí mánaðar og það var því búið að liggja fyrir lengi að sigurvegarinn í leik kvöldsins myndi mæta KA á Laugardalsvelli þann 16. september. Víkingur skoraði annað mark tveimur mínútum síðar Vísir/Hulda Margrét Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Aron Elís Þrándarson braut ísinn. Matthías Vilhjálmsson fékk allt of mikinn tíma vinstra megin í teignum þar sem hann kom boltanum fyrir markið beint á Aron Elís sem stangaði boltann inn óáreittur. Tveimur mínútum síðar bætti Erlingur Agnarsson við öðrum marki. Birnir Snær Ingason sótti á Lúkas Magna og gaf síðan boltann fyrir markið á Erling sem skoraði af stuttu færi. Eftir afar rólega byrjun voru heimamenn komnir tveimur mörkum yfir. Aron Elís Þrándarson braut ísinn Vísir/Hulda Margrét KR færði sig framar á völlinn eftir að hafa fengið á sig tvö mörk og hélt betur í boltann. KR tókst þó ekki að minnka muninn þrátt fyrir að hafa fengið góðar stöður á vellinum og staðan var 2-0 í hálfleik. Rúnar Kristinsson reyndi að bregðast við með því að gera tvöfalda breytingu í hálfleik og fór yfir í fjögurra manna varnarlínu. Af velli fóru Stefán Árni og Lúkas Magni og inn á komu Sigurður Bjartur og Kennie Chopart. Víkingar komust yfir á 18. mínútu Vísir/Hulda Margrét Benoný Breki Andrésson minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Kennie Chopart átti fyrirgjöf sem Benoný gerði frábærlega í að skalla á markið þar sem hann var í litlu jafnvægi og með Davíð Örn og Gunnar Vatnhamar í baráttunni. Mikilvæga þriðja markið datt KR megin og hleypti spennu í leikinn. KR minnkaði muninn í 2-1 Vísir/Hulda Margrét Ari Sigurpálsson bætti síðan við þriðja marki Víkinga þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Helgi fékk boltann á miðjunni og renndi boltanum á Ara sem komst einn í gegn og skoraði. Ari Sigurpálsson kom inn á og skoraði tvö Vísir/Hulda Margrét Ari var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar Viktor Örlygur átti frábæra sendingu fyrir aftan miðju á Ara sem komst í góða stöðu vinstra megin í teignum og þrumaði boltanum í fjær. Eins og í fyrri hálfleik þá skoraði Víkingur tvö mörk með stuttu millibili. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur fagnaði 4-1 sigri og mætir KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. Það var stuð í stúkunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Það gerðist ekkert fyrsta korterið en heimamenn nýttu sér mistök í vörn KR og komust yfir eftir 18. mínútur. Víkingar bættu síðan strax við öðru marki tveimur mínútum seinna sem setti KR í afar vonda stöðu. KR fékk tækifæri til þess að jafna í stöðunni 2-1 en um leið og Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkings var leikurinn gott sem búinn. Hverjir stóðu upp úr? Innkoma Ara Sigurpálssonar var frábær. Ari kom inn á á 78. mínútu og var búinn að skora tvö mörk á sjö mínútum. Þórður Ingason stóð vaktina í markinu í stað Ingvars Jónssonar og gerði það með stakri prýði. Þórður gat ekkert gert í marki KR en varði allt annað sem kom á markið. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga í fyrstu tveimur mörkum Víkings var skelfilegur. Lúkas Magni Magnason var út og suður í báðum mörkunum ásamt því var Kristinn Jónsson sofandi og var ekki að passa upp á Aron Elís í fyrsta markinu. Olav Öby varð þess valdandi að Ari Sigurpálsson var ekki rangstæður í þriðja marki Víkings. Í stað þess að reyna að elta Ara og koma í veg fyrir mark þá veifaði Olav höndum og reyndi að fá rangstöðu. Hvað gerist næst? Víkingur fær Val í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Næsta mánudag mætast Stjarnan og KR klukkan 19:15. Theodór Elmar: Skandall að við fengum ekki víti Fyrirliðarnir fyrir leikVísir/Hulda Margrét Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Þeir voru yfir til að byrja með og við vorum á hælunum. En eftir að þeir komust í 2-0 var eitt lið á vellinum alveg þangað til að þeir fengu skyndisókn sem kláraði leikinn,“ sagði Theodór Elmar og hélt áfram að tala um mörkin sem KR fékk á sig. „Þriðja mark Víkings var gjörsamlega gegn gangi leiksins þar sem við vorum búnir að spila vel. Síðan þegar við fengum á okkur þriðja markið þá slökknaði neistinn í okkur og þeir náðu aftur tökum á leiknum. Við eyddum mikilli orku í að koma til baka og ég hefði verið til í að fá meira fyrir það sem við lögðum í leikinn.“ Theodór var svekktur með fyrri hálfleikinn þar sem Víkingur skoraði tvö mörk og setti KR undir mikla pressu. „Þetta var lélegur varnarleikur og við fórum vel yfir það fyrir leik. Það er einstaklingsframtak sem breytir leikjum og við þurfum að gera betur í því.“ Theodór var svekktur með að hafa ekki fengið víti í stöðunni 2-1. „Já mér fannst þetta 100 prósent bakhrinding inn í teig og það var skandall að við fengum ekki víti. Mér fannst vafaatriðin falla með þeim,“ sagði Theodór Elmar svekktur eftir leik. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KR
Víkingur vann 4-1 sigur gegn KR og tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins í fjórða skipti í röð. Heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en KR minnkaði muninn í síðari hálfleik og gestirnir fengu færi til að jafna. Það var síðan varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem bætti við tveimur mörkum og kláraði leikinn. Fyrirliðarnir heilsast fyrir leikVísir/Hulda Margrét Það var troðfullt í Víkinni þegar Víkingur og KR mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Hinn undanúrslitaleikurinn milli KA og Breiðabliks var spilaður í upphafi júlí mánaðar og það var því búið að liggja fyrir lengi að sigurvegarinn í leik kvöldsins myndi mæta KA á Laugardalsvelli þann 16. september. Víkingur skoraði annað mark tveimur mínútum síðar Vísir/Hulda Margrét Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Aron Elís Þrándarson braut ísinn. Matthías Vilhjálmsson fékk allt of mikinn tíma vinstra megin í teignum þar sem hann kom boltanum fyrir markið beint á Aron Elís sem stangaði boltann inn óáreittur. Tveimur mínútum síðar bætti Erlingur Agnarsson við öðrum marki. Birnir Snær Ingason sótti á Lúkas Magna og gaf síðan boltann fyrir markið á Erling sem skoraði af stuttu færi. Eftir afar rólega byrjun voru heimamenn komnir tveimur mörkum yfir. Aron Elís Þrándarson braut ísinn Vísir/Hulda Margrét KR færði sig framar á völlinn eftir að hafa fengið á sig tvö mörk og hélt betur í boltann. KR tókst þó ekki að minnka muninn þrátt fyrir að hafa fengið góðar stöður á vellinum og staðan var 2-0 í hálfleik. Rúnar Kristinsson reyndi að bregðast við með því að gera tvöfalda breytingu í hálfleik og fór yfir í fjögurra manna varnarlínu. Af velli fóru Stefán Árni og Lúkas Magni og inn á komu Sigurður Bjartur og Kennie Chopart. Víkingar komust yfir á 18. mínútu Vísir/Hulda Margrét Benoný Breki Andrésson minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Kennie Chopart átti fyrirgjöf sem Benoný gerði frábærlega í að skalla á markið þar sem hann var í litlu jafnvægi og með Davíð Örn og Gunnar Vatnhamar í baráttunni. Mikilvæga þriðja markið datt KR megin og hleypti spennu í leikinn. KR minnkaði muninn í 2-1 Vísir/Hulda Margrét Ari Sigurpálsson bætti síðan við þriðja marki Víkinga þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Helgi fékk boltann á miðjunni og renndi boltanum á Ara sem komst einn í gegn og skoraði. Ari Sigurpálsson kom inn á og skoraði tvö Vísir/Hulda Margrét Ari var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar Viktor Örlygur átti frábæra sendingu fyrir aftan miðju á Ara sem komst í góða stöðu vinstra megin í teignum og þrumaði boltanum í fjær. Eins og í fyrri hálfleik þá skoraði Víkingur tvö mörk með stuttu millibili. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur fagnaði 4-1 sigri og mætir KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. Það var stuð í stúkunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Það gerðist ekkert fyrsta korterið en heimamenn nýttu sér mistök í vörn KR og komust yfir eftir 18. mínútur. Víkingar bættu síðan strax við öðru marki tveimur mínútum seinna sem setti KR í afar vonda stöðu. KR fékk tækifæri til þess að jafna í stöðunni 2-1 en um leið og Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkings var leikurinn gott sem búinn. Hverjir stóðu upp úr? Innkoma Ara Sigurpálssonar var frábær. Ari kom inn á á 78. mínútu og var búinn að skora tvö mörk á sjö mínútum. Þórður Ingason stóð vaktina í markinu í stað Ingvars Jónssonar og gerði það með stakri prýði. Þórður gat ekkert gert í marki KR en varði allt annað sem kom á markið. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga í fyrstu tveimur mörkum Víkings var skelfilegur. Lúkas Magni Magnason var út og suður í báðum mörkunum ásamt því var Kristinn Jónsson sofandi og var ekki að passa upp á Aron Elís í fyrsta markinu. Olav Öby varð þess valdandi að Ari Sigurpálsson var ekki rangstæður í þriðja marki Víkings. Í stað þess að reyna að elta Ara og koma í veg fyrir mark þá veifaði Olav höndum og reyndi að fá rangstöðu. Hvað gerist næst? Víkingur fær Val í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Næsta mánudag mætast Stjarnan og KR klukkan 19:15. Theodór Elmar: Skandall að við fengum ekki víti Fyrirliðarnir fyrir leikVísir/Hulda Margrét Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Þeir voru yfir til að byrja með og við vorum á hælunum. En eftir að þeir komust í 2-0 var eitt lið á vellinum alveg þangað til að þeir fengu skyndisókn sem kláraði leikinn,“ sagði Theodór Elmar og hélt áfram að tala um mörkin sem KR fékk á sig. „Þriðja mark Víkings var gjörsamlega gegn gangi leiksins þar sem við vorum búnir að spila vel. Síðan þegar við fengum á okkur þriðja markið þá slökknaði neistinn í okkur og þeir náðu aftur tökum á leiknum. Við eyddum mikilli orku í að koma til baka og ég hefði verið til í að fá meira fyrir það sem við lögðum í leikinn.“ Theodór var svekktur með fyrri hálfleikinn þar sem Víkingur skoraði tvö mörk og setti KR undir mikla pressu. „Þetta var lélegur varnarleikur og við fórum vel yfir það fyrir leik. Það er einstaklingsframtak sem breytir leikjum og við þurfum að gera betur í því.“ Theodór var svekktur með að hafa ekki fengið víti í stöðunni 2-1. „Já mér fannst þetta 100 prósent bakhrinding inn í teig og það var skandall að við fengum ekki víti. Mér fannst vafaatriðin falla með þeim,“ sagði Theodór Elmar svekktur eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti