Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 09:00 Emil fagnar einu af mörkum sumarsins. Vísir/Diego Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Emil hefur farið mikinn með Stjörnunni á leiktíðinni og skorað 9 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. „Mér líður mjög vel inn á vellinum, góð liðsheild og ef mér líður vel þá spila ég vel.“ Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti og farnir að blanda sér í baráttuna um Evrópu. Eiga mörk Emils stóran þátt í því. „Jökull (Elísabetarson) tekur við og hann er með sínar hugmyndir. Það gengur mjög vel, Jölli er búinn að koma frábærlega inn í þetta. Eins og nútímafótbolti er, fótboltinn er alltaf að breytast á hverju ári og hann er með sína hugmyndafræði í þessu. Það er að skila sér.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum og meiddist illa á síðasta ári. „Ég lagði hart að mér að koma aftur til baka. Hafði alltaf trú á sjálfum mér og gæti sýnt hvað ég get.“ Stjarnan vann Fylki 4-0 í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Emil skoraði þrennu í leiknum, eða hvað? Hann fékk aðeins tvö mörk skráð sig þar sem eitt var skráð sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer Helgason, markvörð Fylkis. „Hann fór í slánna og svo aftur í hann en markaskorarinn í mér er ósáttur að einhverju leyti.“ Rætt var um frammistöðu Emils í síðasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport og voru menn á því að hann væri besti framherji deildarinnar um þessar mundir. „Frábært að heyra svona hluti frá sérfræðingunum, það er mjög gaman,“ sagði Emil áður en hann var spurður að því hvað hann ætlaði að skora mörg mörk í sumar. „Það kemur í ljós,“ svaraði framherjinn sposkur á svip en hann þarf enn tvö mörk til að jafna árangur síðasta tímabils. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Emil hefur farið mikinn með Stjörnunni á leiktíðinni og skorað 9 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. „Mér líður mjög vel inn á vellinum, góð liðsheild og ef mér líður vel þá spila ég vel.“ Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti og farnir að blanda sér í baráttuna um Evrópu. Eiga mörk Emils stóran þátt í því. „Jökull (Elísabetarson) tekur við og hann er með sínar hugmyndir. Það gengur mjög vel, Jölli er búinn að koma frábærlega inn í þetta. Eins og nútímafótbolti er, fótboltinn er alltaf að breytast á hverju ári og hann er með sína hugmyndafræði í þessu. Það er að skila sér.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum og meiddist illa á síðasta ári. „Ég lagði hart að mér að koma aftur til baka. Hafði alltaf trú á sjálfum mér og gæti sýnt hvað ég get.“ Stjarnan vann Fylki 4-0 í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Emil skoraði þrennu í leiknum, eða hvað? Hann fékk aðeins tvö mörk skráð sig þar sem eitt var skráð sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer Helgason, markvörð Fylkis. „Hann fór í slánna og svo aftur í hann en markaskorarinn í mér er ósáttur að einhverju leyti.“ Rætt var um frammistöðu Emils í síðasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport og voru menn á því að hann væri besti framherji deildarinnar um þessar mundir. „Frábært að heyra svona hluti frá sérfræðingunum, það er mjög gaman,“ sagði Emil áður en hann var spurður að því hvað hann ætlaði að skora mörg mörk í sumar. „Það kemur í ljós,“ svaraði framherjinn sposkur á svip en hann þarf enn tvö mörk til að jafna árangur síðasta tímabils.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira