Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2023 19:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Dúi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Í gær sendu yfir tuttugu félagasamtök frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á áhyggjum þeirra á alvarlegri stöðu fólks á flótta hér á landi. Kom meðal annars fram að ný útlendingalög sem dómsmálaráðherra kom í gegn fyrr á árinu standist ekki þær mannréttindaskuldbindingar sem stjórnvöld hafa gengist undir. Stígamót voru ein þeirra samtaka sem skrifuðu undir tilkynninguna. Segir talskona þeirra að fjöldi skjólstæðinga þeirra séu þolendur mansals sem náð hafa að flýja hingað til lands. „Við teljum sem svo að þær konur sem hafa verið að flýja mansal hingað til Íslands að þær eru í stórhættu á að verða aftur þolendur mansals þegar þær flytja út. Síðan er það þannig að það er alveg ótrúlegt magn af mönnum sem eru til í að níðast á þeim hér á landi líka. Það höfum við líka séð. Þær eru í mikilli hættu og fólk sem er í þessari stöðu almennt,“ segir Drífa. Boða til samráðsfundar Hún segir það algjörlega óboðlegt að horfa upp á stofnanir, embætti og stjórnmálamenn reyna að kasta flóttamannavandanum sín á milli. Klippa: Boða ráðherra til fundar Samtökin sem skrifuðu undir tilkynninguna hafa boðað til samráðsfundar á mánudaginn og hefur verið óskað eftir nærveru fimm ráðherra úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. „Við ætlum að kynna fyrir þeim þann raunveruleika sem birtist okkur og krefjast viðbragða. Þetta getur ekki verðið svona og allir þeir sem búa yfir þeirri vitneskju um hvað staðan er grafalvarleg geta ekki staðið hjá,“ segir Drífa. Samfélag örvæntingarfulls fólks Hún segir að það þurfi að bregðast við sem fyrst. „Þetta er fólk sem er neðanjarðar, getu rekki farið til heimalands síns út af einhverjum ástæðum. Þannig við erum að búa til samfélag örvæntingarfulls fólks. Þetta er mjög berskjaldaður hópur vegna mansals, afbrota ofbeldis og fleira,“ segir Drífa að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mansal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira