Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. september 2023 20:45 Íslenska landsliðið átti mun betri leik gegn Bosníu en gegn Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti