Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 15:09 Elon Musk á sér stóra drauma með Neuralink og segir þróun búnaðar sem gerir fólki kleift að stýra tækjum með huganum mjög mikilvæga. AP/Michel Euler Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. Nokkur fyrirtæki vinna af þróun slíkrar tækni og henni meðal annars ætlað að hjálpa lömuðu fólki. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafnaði beiðni Neuralink um prófanir á mönnum í fyrra en samþykkti hana svo fyrr á árinu. Leyfið snýr að tilraunabúnaði sem nota á í sex ára rannsókn og hafa forsvarsmenn Neuralink auglýst eftir lömuðu fólki sem er tilbúið til að taka þátt í tilrauninni. Samkvæmt frétt Guardian hefur ekki verið gert opinbert af hverju starfsmenn Lyfjaeftirlitsins skiptu um skoðun og hvort Neuralink hafi breytt einhverjum ætlunum sínum til að fá samþykkið. Í auglýsingu Neuralink, sem birt var á vef fyrirtækisins í gær, segir að vélmenni verði notað til að festa smáan búnað við heila þeirra sem taka þátt í tilrauninni. Búnaðurinn verður tengdur þeim hlutum heilans sem vitað er að stýri hreyfingu og á búnaðurinn að greina hugsanir og senda þær frá sér. Markmiðið er að gera fólki sem hefur orðið fyrir mænuskaða kleift að stýra tölvumús eða lyklaborði með heilanum. We re excited to announce that recruitment is open for our first-in-human clinical trial!If you have quadriplegia due to cervical spinal cord injury or amyotrophic lateral sclerosis (ALS), you may qualify. Learn more about our trial by visiting our recent blog post. — Neuralink (@neuralink) September 19, 2023 Allir aparnir dauðvona fyrir tilraunir Musk hefur sagt að hann vilji þróa stærri búnað til að tengja við heila fólks og að slíkur búnaður væri nauðsynlegur svo menn gætu haldið í við þróun tölva í framtíðinni. Búnaðurinn sem prófa á í þessari tilraun er ekki svo metnaðarfullur. Þeir sem taka þátt í tilrauninni munu fyrst taka þátt í átján mánaða rannsókn sem felur í sér níu heimsóknir til sérfræðinga. Síðan munu þeir verja minnst tveimur tímum í viku í tilraunastörf og heimsækja sérfræðinga minnst tuttugu sinnum yfir næstu fimm ár. Upprunalega báðu forsvarsmenn Neuralink um leyfi til að gera tilraunir á tíu manns. Því mótmælti lyfjaeftirlitið en ekki liggur fyrir hver samþykktur fjöldi tilraunadýra er, samkvæmt frétt Reuters. Enn er talið að minnst áratugur sé þar til leyfi fæst til almennrar sölu svona búnaðar, þó tilraunir gangi vonum framar. Ætlanir forsvarsmanna Neuralink hafa á tíðum verið umdeildar og sömuleiðis meðferð starfsmanna fyrirtækisins á tilraunadýrum. Elon Musk sagði nýverið að allir apar sem hefðu verið notaðir til tilrauna hjá Neuralink hefðu verið dauðvona áður en tilraunirnar hófust og að enginn þeirra hefði dáið vegna beinna afleiðinga frá tilraununum. Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Musk borar inn í heila NeuraLink, fyrirtæki í eigu Elons Musk, kynnti afrakstur vinnu sinnar að því að tengja mannsheilann við tölvur og gervigreind. Óttast komandi yfirburði gervigreindar og vilja skapa ofurgreind með samlífi manns og gervigreindar. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nokkur fyrirtæki vinna af þróun slíkrar tækni og henni meðal annars ætlað að hjálpa lömuðu fólki. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafnaði beiðni Neuralink um prófanir á mönnum í fyrra en samþykkti hana svo fyrr á árinu. Leyfið snýr að tilraunabúnaði sem nota á í sex ára rannsókn og hafa forsvarsmenn Neuralink auglýst eftir lömuðu fólki sem er tilbúið til að taka þátt í tilrauninni. Samkvæmt frétt Guardian hefur ekki verið gert opinbert af hverju starfsmenn Lyfjaeftirlitsins skiptu um skoðun og hvort Neuralink hafi breytt einhverjum ætlunum sínum til að fá samþykkið. Í auglýsingu Neuralink, sem birt var á vef fyrirtækisins í gær, segir að vélmenni verði notað til að festa smáan búnað við heila þeirra sem taka þátt í tilrauninni. Búnaðurinn verður tengdur þeim hlutum heilans sem vitað er að stýri hreyfingu og á búnaðurinn að greina hugsanir og senda þær frá sér. Markmiðið er að gera fólki sem hefur orðið fyrir mænuskaða kleift að stýra tölvumús eða lyklaborði með heilanum. We re excited to announce that recruitment is open for our first-in-human clinical trial!If you have quadriplegia due to cervical spinal cord injury or amyotrophic lateral sclerosis (ALS), you may qualify. Learn more about our trial by visiting our recent blog post. — Neuralink (@neuralink) September 19, 2023 Allir aparnir dauðvona fyrir tilraunir Musk hefur sagt að hann vilji þróa stærri búnað til að tengja við heila fólks og að slíkur búnaður væri nauðsynlegur svo menn gætu haldið í við þróun tölva í framtíðinni. Búnaðurinn sem prófa á í þessari tilraun er ekki svo metnaðarfullur. Þeir sem taka þátt í tilrauninni munu fyrst taka þátt í átján mánaða rannsókn sem felur í sér níu heimsóknir til sérfræðinga. Síðan munu þeir verja minnst tveimur tímum í viku í tilraunastörf og heimsækja sérfræðinga minnst tuttugu sinnum yfir næstu fimm ár. Upprunalega báðu forsvarsmenn Neuralink um leyfi til að gera tilraunir á tíu manns. Því mótmælti lyfjaeftirlitið en ekki liggur fyrir hver samþykktur fjöldi tilraunadýra er, samkvæmt frétt Reuters. Enn er talið að minnst áratugur sé þar til leyfi fæst til almennrar sölu svona búnaðar, þó tilraunir gangi vonum framar. Ætlanir forsvarsmanna Neuralink hafa á tíðum verið umdeildar og sömuleiðis meðferð starfsmanna fyrirtækisins á tilraunadýrum. Elon Musk sagði nýverið að allir apar sem hefðu verið notaðir til tilrauna hjá Neuralink hefðu verið dauðvona áður en tilraunirnar hófust og að enginn þeirra hefði dáið vegna beinna afleiðinga frá tilraununum.
Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52 Musk borar inn í heila NeuraLink, fyrirtæki í eigu Elons Musk, kynnti afrakstur vinnu sinnar að því að tengja mannsheilann við tölvur og gervigreind. Óttast komandi yfirburði gervigreindar og vilja skapa ofurgreind með samlífi manns og gervigreindar. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7. júlí 2022 08:52
Musk borar inn í heila NeuraLink, fyrirtæki í eigu Elons Musk, kynnti afrakstur vinnu sinnar að því að tengja mannsheilann við tölvur og gervigreind. Óttast komandi yfirburði gervigreindar og vilja skapa ofurgreind með samlífi manns og gervigreindar. 18. júlí 2019 06:00