„Pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 08:31 Hinrik þykir einn efnilegasti leikmaður landsins. vísir/einar Einn efnilegasti leikmaður landsins samdi í gær við Skagamenn í efstu deild karla í knattspyrnu. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Hinrik Harðarson skoraði ellefu mörk fyrir Þrótt sem endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hinrik gerði samning við ÍA út tímabilið 2026. Hann mun því leika í efstu deild á næsta ári. „Þetta þurfti að vera eitthvað mjög spennandi þannig að ég myndi íhuga að fara frá Þrótti. Ég er ótrúlega spenntur að koma Skaganum á þann stall sem þeir eiga vera. Þetta er einn stærsti klúbburinn á Íslandi og ég er ótrúlega spenntur að búa til nýja sögu upp á Skaga,“ segir Hinrik í samtali við fréttastofu. Framherjinn segist hafa tekið góðan fund með Jóni Þóri Haukssyni þjálfara ÍA áður en hann skrifaði undir. „Umgjörðin og fólkið og allt sem þeir eru að hugsa um núna fyrir næsta tímabil og næstu ár var bara ótrúlega spennandi. Það var það sem náði mér, hvað væri að fara gerast upp á Skaga á næstu árum. Ég hef fulla trú á því að þessi klúbbur er á leiðinni á þann stað sem þeir eiga vera á,“ segir Hinrik sem stefnir vissulega á atvinnumennskuna en það bíður betri tíma. Hinrik á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en hann er sonur Harðar Magnússonar, eins markahæsta leikmanns í sögu efstu deildar á Íslandi. En ætlar hann að verða betri en faðir sinn? „Jú jú það er alveg klárt. Það er enginn spurning og pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann.“ Besta deild karla ÍA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Hinrik Harðarson skoraði ellefu mörk fyrir Þrótt sem endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Hann var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hinrik gerði samning við ÍA út tímabilið 2026. Hann mun því leika í efstu deild á næsta ári. „Þetta þurfti að vera eitthvað mjög spennandi þannig að ég myndi íhuga að fara frá Þrótti. Ég er ótrúlega spenntur að koma Skaganum á þann stall sem þeir eiga vera. Þetta er einn stærsti klúbburinn á Íslandi og ég er ótrúlega spenntur að búa til nýja sögu upp á Skaga,“ segir Hinrik í samtali við fréttastofu. Framherjinn segist hafa tekið góðan fund með Jóni Þóri Haukssyni þjálfara ÍA áður en hann skrifaði undir. „Umgjörðin og fólkið og allt sem þeir eru að hugsa um núna fyrir næsta tímabil og næstu ár var bara ótrúlega spennandi. Það var það sem náði mér, hvað væri að fara gerast upp á Skaga á næstu árum. Ég hef fulla trú á því að þessi klúbbur er á leiðinni á þann stað sem þeir eiga vera á,“ segir Hinrik sem stefnir vissulega á atvinnumennskuna en það bíður betri tíma. Hinrik á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en hann er sonur Harðar Magnússonar, eins markahæsta leikmanns í sögu efstu deildar á Íslandi. En ætlar hann að verða betri en faðir sinn? „Jú jú það er alveg klárt. Það er enginn spurning og pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann.“
Besta deild karla ÍA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira