Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2023 09:00 Sigríður Jónasdóttir ásamt hundinum sínum. Bæði þoldu þau illa stöðuga skjálfta undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. „Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
„Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52