Sjálfbær rekstur og sjálfbær fátækt Kjartan Þór Ingason skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Leigjendur Félagsbústaða í almennu leiguhúsnæði eru fjölbreyttur hópur sem eiga það sameiginlegt að standa höllum fæti í samfélaginu. Ljóst er að lítið má út af bregða til að heimilisbókhaldið fari á hliðina hjá þessum hópi fólks. Yfir 12.000 kr hækkun á mánuði Þann 19. september síðastliðinn samþykkti borgarstjórn nýtt leiguverðslíkan hjá Félagsbústöðum sem tekur gildi þann 1. janúar 2024. Breytingin er annars vegar viðbragð við bágri rekstrastöðu félagsins og hins vegar aðgerð til að jafna leiguverð sambærilegra eigna milli hverfa borgarinnar. Í stuttu máli þýðir það að sumir leigjendur félagsins munu greiða lægri leigu en aðrir munu finna fyrir hækkun leiguverðs. Af þeim eru 145 einstaklingar sem munu greiða yfir 12.000 kr. hærri leigu eftir áramót. Vert er að taka fram með orðalaginu „yfir 12.000 kr hærri leigu“ er ekki átt við þessi hópur fólks mun greiða á bilinu 12.000-13.000 kr. hærra leiguverð. Dæmi er um áætlaða hækkun leigu upp á 34.000 kr. Val milli skuldar eða skorts Nú veltir þú kannski fyrir þér, kæri lesandi, hvort hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Leigan hjá sumum mun hækka um einhverja þúsundkalla en aðrir munu borga minna. Svo má ekki gleima að leiguverð Félagsbústaða er lægra en leiguverð á almennum leigumarkaði. Fyrir hjón sem eru bæði með fínar tekjur á vinnumarkaði, uppkomin börn og sparifé er 12.000-34.000 kr. hækkun kannski óþægileg frekar en óyfirstíganleg. Hins vegar er raunin önnur hjá einstæðri tveggja barna móður á örorkulífeyri sem neyðist til að velja milli skuldar eða skorts hvern mánuð í þeirri von að ná einn daginn endum saman. Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks Í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að miklar vendingar á fjármálamarkaði, verðbólga og vaxtahækkanir hafa verulega aukið útgjöld þeirra sem búa við lægstu kjör í samfélaginu. Um 40% einstaklinga með 75% örorkumat greiða íþyngjandi hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað samkvæmt viðmiðum Hagstofu Íslands. Þá ná einungis 17% einstaklinga með 75% örorkumat viðmiðum stjórnvalda um að greiða innan við 25% útborgaðra launa í rekstur á húsnæði. Lífeyristakar semja ekki um hækkanir lífeyris, hafa ekki verkfallsrétt og eru í raun upp á stjórnvöld komnir hvað varðar breytingar á lífeyrisgreiðslum. Þessi hópur er því mjög viðkvæmur fyrir fjárhagslegum áföllum. Sá hópur hefur ekki sömu bjargráð til að vænka hag sinn og þeir sem hafa fulla starfsgetu. Því er brýnt að borgarstjórn og Félagsbústaðir taki tillit til þeirrar stöðu. Rétta leiðin áfram Sjálfbær rekstur hlutafélaga er mikilvægur til að viðhalda langtímastarfsemi og forða félögum frá gjaldþroti þegar illa árar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag, alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Ólíkt einkahlutafélögum er megin markmið Félagsbústaða ekki að skila hluthöfum arði heldur sinna lögbundinni þjónustu Reykjavíkurborgar og tryggja viðkvæmum hópum öruggt þak yfir höfuðið. Úrbætur í þágu jöfnunar milli hverfa og sjálfbærs reksturs Félagsbústaða má ekki ýta undir sjálfbæra fátækt. Í umræðum á fundi borgarstjórnar þann 19. september var fjallað um mögulegar leiðir til að bregðast við stöðunni. Ein leið væri að hækka leiguverð umfram vísitölu. Önnur leið væri endurskoðun á framtíðaruppbyggingu Félagsbústaða. Þriðja leiðin væri aukið fjármagn frá Reykjavíkurborg inn í Félagsbústaði. En hver er rétta leiðin? Rétta leiðin er alltaf sú sem tekur tillit til greiðlugetu fólks í viðkvæmri stöðu og beitir meðalhófi til að lágmarka neikvæð áhrif skipulagsbreytinga á daglegt líf þeirra sem höllustum fæti standa. Samkvæmt nýju reiknilíkani Félagsbústaða munu fyrirhugaðar breytingar hafa áhrif á 2.649 einstaklinga, í þeim hópi eru 1.111 sem munu finna fyrir lækkun leiguverðs. Hægt væri að endurskoða hlutfall fyrirhugaðrar lækkunar leiguverðs með því markmiði að létta róðurinn hjá þeim 145 einstaklingum sem eiga von á íþyngjandi hækkun leiguverðs. Aukin eignarmyndun Félagsbústaða er mikilvægur í húsnæðisöryggi fólks sem hefur í engin hús að venda. Sú uppbygging má þó ekki lenda á herðum fátækra leigjenda og því mikilvægt að borgarstjórn setji aukið fjármagn inn í Félagsbústaði í því skyni markmiði að stytta biðlistahalann. Þarf stóra systir að gera allt? Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins með u.þ.b. 136.000 íbúa. Jafnframt eru Félagsbústaðir stærsta leigufélag landsins með u.þ.b. 3.000 íbúðir víðsvegar um hverfi borgarinnar. Staða Félagsbústaða er ekki sjálfsögð afleiðing stærðar Reykjavíkurborgar heldur er hún tilkomin vegna húsnæðisstefnu borgarinnar með áherslu á uppbyggingu almenna íbúðakerfisins. En eru öll sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til að tryggja húsnæðisöryggi viðkvæmra hópa? Algengt er að íbúar víðsvegar um land leiti til Reykjavíkur í ljósi þess að þeirra heimabær telji sig ófæran um að veita lögbundna þjónustu, allar íbúðir eru uppteknar, ólíklegt að íbúð losni á næstu árum og engin áform um að stækka eignasafn sveitarfélagsins á félagslegum leiguíbúðum. Húsnæðiskrísa viðkvæmra hópa er ekki einkamál höfuðborgarinnar. Sveitarfélög mega ekki hlaupast undan ábyrgð og ætlast til að stóra systir bjargi málunum. Því þurfum við sem samfélag að snúa bökum saman, stór sem smá og tryggja húsnæðisöryggi um land allt. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Leigjendur Félagsbústaða í almennu leiguhúsnæði eru fjölbreyttur hópur sem eiga það sameiginlegt að standa höllum fæti í samfélaginu. Ljóst er að lítið má út af bregða til að heimilisbókhaldið fari á hliðina hjá þessum hópi fólks. Yfir 12.000 kr hækkun á mánuði Þann 19. september síðastliðinn samþykkti borgarstjórn nýtt leiguverðslíkan hjá Félagsbústöðum sem tekur gildi þann 1. janúar 2024. Breytingin er annars vegar viðbragð við bágri rekstrastöðu félagsins og hins vegar aðgerð til að jafna leiguverð sambærilegra eigna milli hverfa borgarinnar. Í stuttu máli þýðir það að sumir leigjendur félagsins munu greiða lægri leigu en aðrir munu finna fyrir hækkun leiguverðs. Af þeim eru 145 einstaklingar sem munu greiða yfir 12.000 kr. hærri leigu eftir áramót. Vert er að taka fram með orðalaginu „yfir 12.000 kr hærri leigu“ er ekki átt við þessi hópur fólks mun greiða á bilinu 12.000-13.000 kr. hærra leiguverð. Dæmi er um áætlaða hækkun leigu upp á 34.000 kr. Val milli skuldar eða skorts Nú veltir þú kannski fyrir þér, kæri lesandi, hvort hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Leigan hjá sumum mun hækka um einhverja þúsundkalla en aðrir munu borga minna. Svo má ekki gleima að leiguverð Félagsbústaða er lægra en leiguverð á almennum leigumarkaði. Fyrir hjón sem eru bæði með fínar tekjur á vinnumarkaði, uppkomin börn og sparifé er 12.000-34.000 kr. hækkun kannski óþægileg frekar en óyfirstíganleg. Hins vegar er raunin önnur hjá einstæðri tveggja barna móður á örorkulífeyri sem neyðist til að velja milli skuldar eða skorts hvern mánuð í þeirri von að ná einn daginn endum saman. Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks Í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að miklar vendingar á fjármálamarkaði, verðbólga og vaxtahækkanir hafa verulega aukið útgjöld þeirra sem búa við lægstu kjör í samfélaginu. Um 40% einstaklinga með 75% örorkumat greiða íþyngjandi hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað samkvæmt viðmiðum Hagstofu Íslands. Þá ná einungis 17% einstaklinga með 75% örorkumat viðmiðum stjórnvalda um að greiða innan við 25% útborgaðra launa í rekstur á húsnæði. Lífeyristakar semja ekki um hækkanir lífeyris, hafa ekki verkfallsrétt og eru í raun upp á stjórnvöld komnir hvað varðar breytingar á lífeyrisgreiðslum. Þessi hópur er því mjög viðkvæmur fyrir fjárhagslegum áföllum. Sá hópur hefur ekki sömu bjargráð til að vænka hag sinn og þeir sem hafa fulla starfsgetu. Því er brýnt að borgarstjórn og Félagsbústaðir taki tillit til þeirrar stöðu. Rétta leiðin áfram Sjálfbær rekstur hlutafélaga er mikilvægur til að viðhalda langtímastarfsemi og forða félögum frá gjaldþroti þegar illa árar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag, alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Ólíkt einkahlutafélögum er megin markmið Félagsbústaða ekki að skila hluthöfum arði heldur sinna lögbundinni þjónustu Reykjavíkurborgar og tryggja viðkvæmum hópum öruggt þak yfir höfuðið. Úrbætur í þágu jöfnunar milli hverfa og sjálfbærs reksturs Félagsbústaða má ekki ýta undir sjálfbæra fátækt. Í umræðum á fundi borgarstjórnar þann 19. september var fjallað um mögulegar leiðir til að bregðast við stöðunni. Ein leið væri að hækka leiguverð umfram vísitölu. Önnur leið væri endurskoðun á framtíðaruppbyggingu Félagsbústaða. Þriðja leiðin væri aukið fjármagn frá Reykjavíkurborg inn í Félagsbústaði. En hver er rétta leiðin? Rétta leiðin er alltaf sú sem tekur tillit til greiðlugetu fólks í viðkvæmri stöðu og beitir meðalhófi til að lágmarka neikvæð áhrif skipulagsbreytinga á daglegt líf þeirra sem höllustum fæti standa. Samkvæmt nýju reiknilíkani Félagsbústaða munu fyrirhugaðar breytingar hafa áhrif á 2.649 einstaklinga, í þeim hópi eru 1.111 sem munu finna fyrir lækkun leiguverðs. Hægt væri að endurskoða hlutfall fyrirhugaðrar lækkunar leiguverðs með því markmiði að létta róðurinn hjá þeim 145 einstaklingum sem eiga von á íþyngjandi hækkun leiguverðs. Aukin eignarmyndun Félagsbústaða er mikilvægur í húsnæðisöryggi fólks sem hefur í engin hús að venda. Sú uppbygging má þó ekki lenda á herðum fátækra leigjenda og því mikilvægt að borgarstjórn setji aukið fjármagn inn í Félagsbústaði í því skyni markmiði að stytta biðlistahalann. Þarf stóra systir að gera allt? Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins með u.þ.b. 136.000 íbúa. Jafnframt eru Félagsbústaðir stærsta leigufélag landsins með u.þ.b. 3.000 íbúðir víðsvegar um hverfi borgarinnar. Staða Félagsbústaða er ekki sjálfsögð afleiðing stærðar Reykjavíkurborgar heldur er hún tilkomin vegna húsnæðisstefnu borgarinnar með áherslu á uppbyggingu almenna íbúðakerfisins. En eru öll sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til að tryggja húsnæðisöryggi viðkvæmra hópa? Algengt er að íbúar víðsvegar um land leiti til Reykjavíkur í ljósi þess að þeirra heimabær telji sig ófæran um að veita lögbundna þjónustu, allar íbúðir eru uppteknar, ólíklegt að íbúð losni á næstu árum og engin áform um að stækka eignasafn sveitarfélagsins á félagslegum leiguíbúðum. Húsnæðiskrísa viðkvæmra hópa er ekki einkamál höfuðborgarinnar. Sveitarfélög mega ekki hlaupast undan ábyrgð og ætlast til að stóra systir bjargi málunum. Því þurfum við sem samfélag að snúa bökum saman, stór sem smá og tryggja húsnæðisöryggi um land allt. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun