Verða vondi kallinn á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Maurice Creek hefur leikið sinn síðasta leik með Hamarsliðinu. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu