Formaður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorglegt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 20:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Vísir/ívar Fannar Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega. Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma. Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Hussein Hussein hefur dvalið hér á landi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni en hann er algjörlega háður henni vegna fötlunar sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það megi ekki vísa Hussein úr landi á meðan beðið er niðurstöðu umsóknar hans um alþjóðlega vernd. Hins vegar má vísa fjölskyldunni hans úr landi. Þau yfirgáfu landið í gær og Hussein fór með þeim þar sem hann telur sig neyddan til þess. Þau fóru til Grikklands en Gerður Helgadóttir, vinkona fjölskyldunnar, segir ástandið á þeim þar vera hræðilegt. „Fjölskyldan er honum allt, þau sinna honum og hann þarf aðstoð allan sólarhringinn. Þetta er ömurleg aðstaða sem fjölskyldan var sett í og hræðilegt að senda þau út úr landi frá honum, ég veit ekki hvaða meðferð þetta er á fötluðu fólki,“ segir Gerður. Ömurleg framkvæmd segir formaðurinn Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir málið vera afar sorglegt, hún hafi aldrei séð neitt annað eins áður. „Mér finnst þetta virkilega sorglegt og ömurleg þróun og framkvæmd sem hefur átt sér stað. Þarna er maður í mjög viðkvæmri stöðu sem hefur í rauninni ekkert val um annað en að gera þetta. Þarna er hann kominn í þá stöðu að hann veit ekkert hvað bíður hans í Grikklandi. Þannig fyrir mér er þetta afar sorglegt í alla staði,“ segir Alma. Írónía að þetta gerist svo nærri alþjóðlegs dags fatlaðra ÖBÍ fundaði nýlega með dómsmálaráðherra og öðrum hagsmunasamtökum vegna málsins. Alma segir málið sérstaklega þungt í ljósi þess að í dag er alþjóðadagur fatlaðs fólks. „Þetta er mikill hvatningardagur og hann felur í sér boðskap sem biður alla, bæði þá sem stjórna og samfélagið í heild, um það að vera með í að breyta samfélaginu. Það má segja að í þessu sé fólgin írónía,“ segir Alma.
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira