Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 00:08 Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, með Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar. Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“ Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“
Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira