„Okkar að halda áfram að taka skref fram á við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 23:31 Arnar Pétursson er þjálfari íslenska landsliðsins. Visir/EPA Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var ánægður með sigurinn gegn Kongó í kvöld þegar Ísland tryggði sér Forsetabikarinn. Hann sagði breiddina í íslenska landsliðinu hafa aukist og segir reynsluna sem liðið fékk vera dýrmæta. Ísland vann í kvöld sigur á Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ísland vann þar sinn fjórða leik í röð eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðli mótsins. „Þetta var erfiður leikur, sá tíundi á tuttugu dögum og bar þess svolítið merki. Mér fannst og var að vona að við værum að ná góðum tökum á leiknum í upphafi en þær koma til baka grimmar og voru erfiðar í 55 mínútur. Ég er ánægður með svörunina því þetta er búið að vera langt og strangt hjá okkur,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann Vísis nú í kvöld. Ísland byrjaði af miklum krafti í leiknum kvöld og náði fjögurra marka forskoti sem leikmenn Kongó náðu þó að vinna upp fyrir hlé. Betchaïdelle Ngombele var íslenska liðinu mjög erfið en hún fór fyrir liði Kongó í kvöld. „Þetta er mjög öflugur leikmaður. Hún er komin til liðs Krim í Slóveníu sem leikur í Meistaradeildinni. Leikmaður sem er að vaxa og er mjög öflug.“ „Hefðum getað verið heppnari með riðil“ Arnar sagði að lítið hefði verið eftir á tanknum hjá íslenska liðinu. Liðið var eins og áður segir að leika sinn tíunda leik á tuttugu dögum en fyrir heimsmeistaramótið lék liðið þrjá leiki á æfingamóti í Noregi. „Ég er ánægður með hvernig við klárum þessar síðustu mínútur og klárum þó þennan titil sem er svolítið skemmtilegt að vinna. Bikar er alltaf bikar. Við fáum helling út úr þessu, þetta var úrslitaleikur og hjálpar okkur inn í framhaldið eins og allt þetta mót. Við fáum fullt af svörum. Við eigum að geta tekið skref fram á við með það sem við fáum út úr þessu móti.“ Hann sagði mikilvægt að hafa klárað mótið á þennan hátt, vinna síðustu leikina og úrslitaleikinn í dag. „Við erum að klára á jákvæðan hátt. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið sem við förum á í tólf ár. Bara að koma og kynnast þessu og taka þátt og spila leiki. Við lendum í mjög sterkum riðli og hefðum getað verið heppnari þar. Við erum að spila þar við mjög sterkar þjóðir með mikla reynslu á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Það eitt og sér er mjög mikilvægt. Við förum í úrslitaleik gegn Angóla þar sem við náðum ekki sigri. Við spiluðum vel, náðum jafntefli og það hjálpar okkur mjög mikið.“ Arnar segir að leikmenn sem ekki séu með mikla landsliðsreynslu hafi stimplað sig vel inn í liðið á mótinu.Vísir/EPA „Í framhaldinu förum við í þennan Forsetabikar og það eru alls konar tilfinningar sem þarf að eiga við þar. Það þarf að rífa sig upp eftir vonbrigði og við erum að spila við lið þar sem við eigum að vera sterkari. Út úr því fáum við ákveðinn lærdóm. Nú er það okkar að nýta það eins og hægt er og þannig að við höldum áfram að taka skref fram á við. Ég er sannfærður um að við gerum það.“ Ísland var án leikmanna á heimsmeistaramótinu sem hafa leikið stórt hlutverk hjá Arnari síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. Rut Jónsdóttir á von á barni og gat ekki leikið með líkt og Steinunn Björnsdóttir. Birna Berg Haraldsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir meiddust fyrir mót og þá eru leikmenn eins og Lovísa Thompson og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sömuleiðis frá vegna meiðsla. Arnar er sammála því að tekist hafa að auka breidd íslenska landsliðsins á þessu móti. „Þetta er eitt af því sem ég er gríðarlega ánægður með. Hérna er ég með 18 leikmenn sem hafa verið að taka þátt og skila sínu. Þetta eykur breiddina og ég er ánægður með hópinn. Það reynir á að vera saman í þrjár vikur en hópurinn er frábær, jákvæður og flottur í gegnum þetta allt. Við erum að auka breiddina, fá inn stelpur sem hafa ekki mikla reynslu sem eru klárlega búnar að stimpla sig verulega vel inn.“ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland vann í kvöld sigur á Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Ísland vann þar sinn fjórða leik í röð eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðli mótsins. „Þetta var erfiður leikur, sá tíundi á tuttugu dögum og bar þess svolítið merki. Mér fannst og var að vona að við værum að ná góðum tökum á leiknum í upphafi en þær koma til baka grimmar og voru erfiðar í 55 mínútur. Ég er ánægður með svörunina því þetta er búið að vera langt og strangt hjá okkur,“ sagði Arnar í samtali við blaðamann Vísis nú í kvöld. Ísland byrjaði af miklum krafti í leiknum kvöld og náði fjögurra marka forskoti sem leikmenn Kongó náðu þó að vinna upp fyrir hlé. Betchaïdelle Ngombele var íslenska liðinu mjög erfið en hún fór fyrir liði Kongó í kvöld. „Þetta er mjög öflugur leikmaður. Hún er komin til liðs Krim í Slóveníu sem leikur í Meistaradeildinni. Leikmaður sem er að vaxa og er mjög öflug.“ „Hefðum getað verið heppnari með riðil“ Arnar sagði að lítið hefði verið eftir á tanknum hjá íslenska liðinu. Liðið var eins og áður segir að leika sinn tíunda leik á tuttugu dögum en fyrir heimsmeistaramótið lék liðið þrjá leiki á æfingamóti í Noregi. „Ég er ánægður með hvernig við klárum þessar síðustu mínútur og klárum þó þennan titil sem er svolítið skemmtilegt að vinna. Bikar er alltaf bikar. Við fáum helling út úr þessu, þetta var úrslitaleikur og hjálpar okkur inn í framhaldið eins og allt þetta mót. Við fáum fullt af svörum. Við eigum að geta tekið skref fram á við með það sem við fáum út úr þessu móti.“ Hann sagði mikilvægt að hafa klárað mótið á þennan hátt, vinna síðustu leikina og úrslitaleikinn í dag. „Við erum að klára á jákvæðan hátt. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið sem við förum á í tólf ár. Bara að koma og kynnast þessu og taka þátt og spila leiki. Við lendum í mjög sterkum riðli og hefðum getað verið heppnari þar. Við erum að spila þar við mjög sterkar þjóðir með mikla reynslu á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Það eitt og sér er mjög mikilvægt. Við förum í úrslitaleik gegn Angóla þar sem við náðum ekki sigri. Við spiluðum vel, náðum jafntefli og það hjálpar okkur mjög mikið.“ Arnar segir að leikmenn sem ekki séu með mikla landsliðsreynslu hafi stimplað sig vel inn í liðið á mótinu.Vísir/EPA „Í framhaldinu förum við í þennan Forsetabikar og það eru alls konar tilfinningar sem þarf að eiga við þar. Það þarf að rífa sig upp eftir vonbrigði og við erum að spila við lið þar sem við eigum að vera sterkari. Út úr því fáum við ákveðinn lærdóm. Nú er það okkar að nýta það eins og hægt er og þannig að við höldum áfram að taka skref fram á við. Ég er sannfærður um að við gerum það.“ Ísland var án leikmanna á heimsmeistaramótinu sem hafa leikið stórt hlutverk hjá Arnari síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. Rut Jónsdóttir á von á barni og gat ekki leikið með líkt og Steinunn Björnsdóttir. Birna Berg Haraldsdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir meiddust fyrir mót og þá eru leikmenn eins og Lovísa Thompson og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sömuleiðis frá vegna meiðsla. Arnar er sammála því að tekist hafa að auka breidd íslenska landsliðsins á þessu móti. „Þetta er eitt af því sem ég er gríðarlega ánægður með. Hérna er ég með 18 leikmenn sem hafa verið að taka þátt og skila sínu. Þetta eykur breiddina og ég er ánægður með hópinn. Það reynir á að vera saman í þrjár vikur en hópurinn er frábær, jákvæður og flottur í gegnum þetta allt. Við erum að auka breiddina, fá inn stelpur sem hafa ekki mikla reynslu sem eru klárlega búnar að stimpla sig verulega vel inn.“
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira